Innlent

Háþrýstiþvottur í fullum gangi

Menn vinna nú hörðum höndum að því að ná málningunni af Valhöll.
Menn vinna nú hörðum höndum að því að ná málningunni af Valhöll. MYND/ANTON BRINK

Samkvæmt upplýsingum frá Sjálfstæðistflokknum er hárþýstiþvottur í fullum gangi í Valhöll, höfuðstöðvum félagsins. Rauðri málningu var skvett á húsið í nótt og fór hún aðallega á glugga byggingarinnar en einnig á veggi hennar.

Tveir menn frá Allt af háþrýstiþvotti eru að vinna í að þrífa húsið en málningin mun vera mjög þykk og erfið viðureignar. Nokkur bjartsýni er þó í mannskapnum og er búist við að málningin fari af fyrr en síðar.

„Auðvitað bregður manni við svona og þetta er kannski ekki beint eitthvað sem við íslendingar erum vön, að það sé ráðist á húsin okkar," sagði starfsstúlka í Valhöll í samtali við Vísi.

Ekki er vitað hvað skemmdarvörgunum gekk til en ekki er um að ræða snemmbúna jólaskreytingu að sögn starfsstúlkunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×