Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um tæp 3,5 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag og stendur gengi bréfa í fyrirtækinu í 37,15 krónum á hlut. Gengið féll hratt í byrjun síðustu viku og fór lægst í 31,3 á þriðjudag. Þessu samkvæmt hefur gengið hækkað um 18,7 prósent á tæpri viku.
Þá hefur gengi bréfa í Existu, sem jafnframt er stærsti hluthafi Bakkavarar, hækkað um 1,64 prósent, og Glitnis Landsbankans um rúmt prósentustig. Gengi bréfa í SPRON, Straumi og Kaupþingi hafa öll hækkað um minna en eitt prósent.
Á sama tíma hefur gengi hlutabréfa í færeysku fyrirtækjunum Atlantic Airways og Atlantic Petroleum lækkað um minna en eitt prósent.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,67 prósent og stendur vísitalan í 4.895 stigum.