Íslenski boltinn

ÍR meistari í 2. deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
ÍR varð Reykjavíkurmeistari í vor og hafa nú bætt öðrum bikari í safnið.
ÍR varð Reykjavíkurmeistari í vor og hafa nú bætt öðrum bikari í safnið.

ÍR tryggði sér í dag meistaratitilinn í 2. deild karla með því að gera jafntefli við Tindastól á Sauðárkróki.

ÍR hefur aðeins leikið átján leiki í deildinni í sumar en er engu að síður búið að innbyrða 50 stig og er ellefu stigum á undan Aftureldingu sem er í öðru sæti deildarinnar.

ÍR hefur unnið sextán leiki, gert tvö jafntefli og er enn taplaust í deildinni.

Afturelding tapaði í dag fyrir Hvöt á heimavelli, 2-1, en er enn með sjö stiga forystu á Víði sem er í þriðja sætinu. Víðir tapaði í dag fyrir ÍH á útivelli, 2-1. ÍH á þó leik til góða, gegn ÍR.

Framundan er þó hörkubarátta í fallslag deildarinnar en sem stendur er Hamar í neðsta sæti með sextán stig. Liðið á þó leik til góða gegn Magna síðar í dag.

Völsungur er nú með sautján stig eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Reyni, Sandgerði, í dag. ÍH er einnig með sautján stig eftir sigurinn í dag og Tindastóll kom sér í átján stig með því að ná jafntefli gegn ÍR.

Þá vann Grótta góðan sigur á Hetti á Egilsstöðum, 1-0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×