Hækkun á flestum mörkuðum 20. ágúst 2008 08:54 Miðlarar að störfum í þýsku kauphöllinni í Frankfurt. Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,14 prósent í gær og Nasdaq-vístialan um 1,35 prósent eftir tölur um mikla hækkun á framleiðsluverði, talsvert yfir væntingar, voru birtar í gær. Tölurnar bentu til að verðbólga væri að aukast umfram það sem spáð var og gæti svo farið að bandaríski seðlabankinn yrði að hækka stýrivexti á árinu þvert á fyrri spár. Þetta var annar dagurinn í röð sem hlutabréf lækkuðu mikið vestanhafs en á mánudag keyrði grein bandarísku viðskiptavikuritsins Barron's um hugsanlegt þrot bandarísks fjármálafyrirtækis markaðinn niður. Við það féll markaðsverðmæti bandarísku húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac um rúman fjórðung og hefur gengi þeirra ekki verið lægra í um tuttugu ár. Fréttirnir smituðu frá sér út á alþjóðlega fjármálamarkaði í gær og lækkaði gengi hlutabréfa víða um heim, þar á meðal hér en Úrvalsvísitalan féll um rétt rúm tvö prósent. Slæm verðbólgutíðindi vestanhafs í gær virðast hins vegar ekki hafa haft svipuð áhrif út fyrir landssteina. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði engu að síður um 0,1 prósent. Talsverð hækkun varð hins vegar á öðrum asískum mörkuðum en Hang Seng-hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp tvö prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í London hækkað um 0,69 prósent það sem af er dags en aðalvísitölur í Þýskalandi og Frakklandi nokkru minna. Svipuðu máli gegnir um norrænar vísitölur en samnorræna hlutabréfavísitala Nasdaq-OMX-kauphallarsamstæðunnar hefur hækkað um 0,53 prósent. Mest er hækkunin í Noregi, eða 0,65 prósent en minnst í Svíþjóð upp á 0,47 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,14 prósent í gær og Nasdaq-vístialan um 1,35 prósent eftir tölur um mikla hækkun á framleiðsluverði, talsvert yfir væntingar, voru birtar í gær. Tölurnar bentu til að verðbólga væri að aukast umfram það sem spáð var og gæti svo farið að bandaríski seðlabankinn yrði að hækka stýrivexti á árinu þvert á fyrri spár. Þetta var annar dagurinn í röð sem hlutabréf lækkuðu mikið vestanhafs en á mánudag keyrði grein bandarísku viðskiptavikuritsins Barron's um hugsanlegt þrot bandarísks fjármálafyrirtækis markaðinn niður. Við það féll markaðsverðmæti bandarísku húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac um rúman fjórðung og hefur gengi þeirra ekki verið lægra í um tuttugu ár. Fréttirnir smituðu frá sér út á alþjóðlega fjármálamarkaði í gær og lækkaði gengi hlutabréfa víða um heim, þar á meðal hér en Úrvalsvísitalan féll um rétt rúm tvö prósent. Slæm verðbólgutíðindi vestanhafs í gær virðast hins vegar ekki hafa haft svipuð áhrif út fyrir landssteina. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði engu að síður um 0,1 prósent. Talsverð hækkun varð hins vegar á öðrum asískum mörkuðum en Hang Seng-hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp tvö prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í London hækkað um 0,69 prósent það sem af er dags en aðalvísitölur í Þýskalandi og Frakklandi nokkru minna. Svipuðu máli gegnir um norrænar vísitölur en samnorræna hlutabréfavísitala Nasdaq-OMX-kauphallarsamstæðunnar hefur hækkað um 0,53 prósent. Mest er hækkunin í Noregi, eða 0,65 prósent en minnst í Svíþjóð upp á 0,47 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira