Viðskipti innlent

SPRON rýkur upp - úr lægsta gengi

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.

Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um rúm níu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Það gaf eftir þegar á leið en hefur hækkað um 8,15 prósent. Gengið bréfa í Sparisjóðnum fór í 3,12 krónur í gær og hafði aldrei verið lægra. Það stendur nú í 3,45 krónum á hlut.

Yfirtökutilboð Kaupþings í öll bréf sparisjóðsins hljóða upp á 3,83 krónur á hlut. Miðað við gengið nú þarf það að hækka um ellefu prósent til viðbótar til að ná í tilboð Kaupþings.

SPRON var skráð á markað í október í fyrra og var lokagengið eftir fyrsta viðskiptadaginn 18,9 krónur á hlut. Þá var bankinn metinn á 94,5 milljarða króna. Þessu samkvæmt hefur gengið fallið um 81 prósent á átta mánaða tímabili. Markaðsverðmæti bankans miðað við þetta nemur nú 17,25 milljörðum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×