Spennan magnast 23. apríl 2008 00:01 Maður verður eitthvað svo hrikalega svartsýnn að umgangast íslenska fjárfesta þessa dagana; óðaverðbólga, útlánastopp, gjaldþrot og ákall um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru frasar sem maður var eiginlega bara búinn að gleyma. Sjálfur er maður auðvitað orðinn svo international að smávegis lægð á heimamarkaði slær mann ekki út af laginu. Ég er að byggja í Skotlandi og þar vildu bankarnir allt fyrir mig gera, en bankastjórinn minn hér á Íslandi svarar ekki einu sinni skilaboðum þótt ég sé með pottþétt keis í höndunum. Ég heyrði á barnum um daginn að amma hans fengi ekki einu sinni bankalán þessa dagana. Það er allt stopp. Ég kíkti á ársfund Samtakanna á föstudaginn og þar voru Bjöggi og Kjartan í góðu formi, mér sýndist þeir útsofnir og slakir. En svo voru þarna einhverjir úr byggingabransanum sem töluðu bara um Evrópu og supu hveljur yfir því að forsætisráðherrann hefði ekki komið með einhver útspil á fundinum. Bara einhver útspil, sögðu þeir nánast óðamála. Sjálfur er ég spenntastur yfir uppgjörunum sem eru væntanleg á næstunni, mér heyrist að bankarnir komi betur út en margir óttuðust – kannski að krónan gamla spili þar einhverja rullu. Og svo eru það blessuð matsfyrirtækin. Hver er eiginlega alltaf að spyrja þau álits? Ég man þegar Bjarni Ármanns var svo stoltur yfir því að Standard og Poor‘s hefðu metið Glitni, en nú er það bara bölvað vesen og Glitnir er nú barinn oftar í hausinn en hinir bankarnir! Fitch á leiðinni, örugglega með sama svartagallsrausið, og Moody‘s búinn að fara í svo marga hringi að enginn tekur lengur almennilegt mark á honum. Félagi minn hringdi alveg óður í gær frá Danmörku. Hann sagði að þar hefði allt verið að róast yfir vondum fréttum frá Íslandi þegar Eiríkur seðlabankastjóri hefði ákveðið að spjalla um daginn og veginn við Börsen með þeim afleiðingum að allir fóru á taugum! Solla var búin að segja öllum að ríkið myndi bakka upp bankana, en Eiríkur sagði að Seðlabankinn myndi varla ráða við alvöru fjármálakreppu. Ég sé að núna er Eiríkur á yfirtíð að bera þetta til baka hér heima; segist hafa verið að tala í viðtengingarhætti. Halló! Á þetta að róa markaðinn? Mér finnst sjálfum Eiríkur miklu betri á íslensku en dönsku. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Maður verður eitthvað svo hrikalega svartsýnn að umgangast íslenska fjárfesta þessa dagana; óðaverðbólga, útlánastopp, gjaldþrot og ákall um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru frasar sem maður var eiginlega bara búinn að gleyma. Sjálfur er maður auðvitað orðinn svo international að smávegis lægð á heimamarkaði slær mann ekki út af laginu. Ég er að byggja í Skotlandi og þar vildu bankarnir allt fyrir mig gera, en bankastjórinn minn hér á Íslandi svarar ekki einu sinni skilaboðum þótt ég sé með pottþétt keis í höndunum. Ég heyrði á barnum um daginn að amma hans fengi ekki einu sinni bankalán þessa dagana. Það er allt stopp. Ég kíkti á ársfund Samtakanna á föstudaginn og þar voru Bjöggi og Kjartan í góðu formi, mér sýndist þeir útsofnir og slakir. En svo voru þarna einhverjir úr byggingabransanum sem töluðu bara um Evrópu og supu hveljur yfir því að forsætisráðherrann hefði ekki komið með einhver útspil á fundinum. Bara einhver útspil, sögðu þeir nánast óðamála. Sjálfur er ég spenntastur yfir uppgjörunum sem eru væntanleg á næstunni, mér heyrist að bankarnir komi betur út en margir óttuðust – kannski að krónan gamla spili þar einhverja rullu. Og svo eru það blessuð matsfyrirtækin. Hver er eiginlega alltaf að spyrja þau álits? Ég man þegar Bjarni Ármanns var svo stoltur yfir því að Standard og Poor‘s hefðu metið Glitni, en nú er það bara bölvað vesen og Glitnir er nú barinn oftar í hausinn en hinir bankarnir! Fitch á leiðinni, örugglega með sama svartagallsrausið, og Moody‘s búinn að fara í svo marga hringi að enginn tekur lengur almennilegt mark á honum. Félagi minn hringdi alveg óður í gær frá Danmörku. Hann sagði að þar hefði allt verið að róast yfir vondum fréttum frá Íslandi þegar Eiríkur seðlabankastjóri hefði ákveðið að spjalla um daginn og veginn við Börsen með þeim afleiðingum að allir fóru á taugum! Solla var búin að segja öllum að ríkið myndi bakka upp bankana, en Eiríkur sagði að Seðlabankinn myndi varla ráða við alvöru fjármálakreppu. Ég sé að núna er Eiríkur á yfirtíð að bera þetta til baka hér heima; segist hafa verið að tala í viðtengingarhætti. Halló! Á þetta að róa markaðinn? Mér finnst sjálfum Eiríkur miklu betri á íslensku en dönsku. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira