Gagnrýna að veiðifélagar ráðherra fái milljónir í styrk 11. júní 2008 11:02 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Veiðifélagar hans fá milljónir í styrk. Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir. „Þetta þykir mjög undarlegt og kom flatt upp á heimamenn," segir Magnús Ragnarsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldra. Vísir ræddi við fleiri heimamenn sem segja sömu sögu. „Þeir virðast réttu megin í pólitíkinni," segir Guðbrandur Loftsson, fyrrverandi ábúandi í Hveravík sem seldi Magnúsi og Gunnari jörðina. Hann segist hafa vitað af heita vatninu fyrir löngu en ekki haft peninga í framkvæmdir. „Æðin var rétt við húsgaflinn," segir hann. Styrkurinn er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskerðingar þorskkvótans. Mennirnir heita Magnús H. Magnússon, rafvirki, og Gunnar Jóhannsson, hrefnuveiðimaður og í stjórn Félags íslenskra hrefnuveiðimanna. Þeir keyptu jörðina Hveravík en búa fyrir sunnan. Magnús og Gunnar eru einnig þekktir veiðifélagar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Gunnar er tilvonandi tengdafaðir Björns Friðriks Brynjólfssonar, aðstoðarmanns Einars. „Við erum búnir að þekkja Einar í fjöldamörg ár sem og aðra Íslendinga," segir Gunnar, sem var á miðunum þegar Vísir náði í hann. Hann sagði þá félaga, hann og Magnús, hafa sótt um styrkinn á jafnréttisgrundvelli og meint tengsl við sjávarútvegsráðherra skipti þar engu máli. „Við sóttum um til iðnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðherra hefur aldrei verið í veiði með okkur," sagði Gunnar í léttum dúr. Mörður Árnason, varaþingmaður og formaður Orkuráðs, segir ekkert í reglunum sem bannaði einstaklingum að sækja um styrk. „Hólmavík hefur orðið fyrir aflaskerðingu og hitaveita á svæðinu mun gagnast öllum hreppnum," segir Mörður.Í sama streng tók Jenný Jensdóttir, oddviti í Kaldrananeshreppi. „Ég óska þeim bara til hamingju. Við erum ánægð með það sem við fengum." Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir. „Þetta þykir mjög undarlegt og kom flatt upp á heimamenn," segir Magnús Ragnarsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldra. Vísir ræddi við fleiri heimamenn sem segja sömu sögu. „Þeir virðast réttu megin í pólitíkinni," segir Guðbrandur Loftsson, fyrrverandi ábúandi í Hveravík sem seldi Magnúsi og Gunnari jörðina. Hann segist hafa vitað af heita vatninu fyrir löngu en ekki haft peninga í framkvæmdir. „Æðin var rétt við húsgaflinn," segir hann. Styrkurinn er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskerðingar þorskkvótans. Mennirnir heita Magnús H. Magnússon, rafvirki, og Gunnar Jóhannsson, hrefnuveiðimaður og í stjórn Félags íslenskra hrefnuveiðimanna. Þeir keyptu jörðina Hveravík en búa fyrir sunnan. Magnús og Gunnar eru einnig þekktir veiðifélagar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Gunnar er tilvonandi tengdafaðir Björns Friðriks Brynjólfssonar, aðstoðarmanns Einars. „Við erum búnir að þekkja Einar í fjöldamörg ár sem og aðra Íslendinga," segir Gunnar, sem var á miðunum þegar Vísir náði í hann. Hann sagði þá félaga, hann og Magnús, hafa sótt um styrkinn á jafnréttisgrundvelli og meint tengsl við sjávarútvegsráðherra skipti þar engu máli. „Við sóttum um til iðnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðherra hefur aldrei verið í veiði með okkur," sagði Gunnar í léttum dúr. Mörður Árnason, varaþingmaður og formaður Orkuráðs, segir ekkert í reglunum sem bannaði einstaklingum að sækja um styrk. „Hólmavík hefur orðið fyrir aflaskerðingu og hitaveita á svæðinu mun gagnast öllum hreppnum," segir Mörður.Í sama streng tók Jenný Jensdóttir, oddviti í Kaldrananeshreppi. „Ég óska þeim bara til hamingju. Við erum ánægð með það sem við fengum."
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira