Innlent

Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag

Benedikt Lafleur
Benedikt Lafleur

"Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið.

Lafleur veit vel hversu mikil þolraun bíður Benedikts. Hann hefur nokkrum sinnum reynt að synda þá 32 kílómetra sem skilur að England og Frakkland en án árangurs.

En hann er bjartsýnn fyrir hönd nafna síns sem þegar hefur synt 21 kílómetra og verið stunginn af marglyttu á leiðinni.

"Þetta lítur vel út hjá honum, ef hann nær að halda þessum hraða og syndir eins og hann eigi lífið að leysa þá gæti þetta tekist," segir Benedikt Lafleur.

Hann tekur það fram að erfiðir straumar séu Frakklandsmeginn í sundinu. Þeir reynist mörgum sundmönnum erfiðir.

"Þessir hafstraumar eru oft kallaðir "Draumabanarnir" vegna þess hve margir hafa gefist upp eftir að hafa lent í þeim," segir Lafleur um hina erfiðu strauma sem bíða Benedikts Hjartasonar nú þegar fer að styttast í Frakklandsstrendur.

En það eru ekki bara hafstraumar sem bíða Benedikts. Bráðum tekur að rökkva. Og þá kólnar töluvert.

"Það getur verið erfitt að takast á við straumanna í myrkrinu," segir Benedikt Lafleur sem óskar nafna sínum alls hins besta og segist ekki muna gráta það þótt Benedikt Hjartarson verði fyrri til að synda yfir Eramarsundið, fyrstur Íslendinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×