Fígúra lifði í 500 daga 30. september 2008 04:00 Guðjón Rúnar Emilsson, eigandi Fígúru, hefur tekið ástfóstri við vegginn góða og býður upp á fatnað með áprentuðum fígúrum af honum. Hann lokar í dag.fréttablaðið/gva Verslunin Fígúra fagnar 500 daga afmæli sínu með rýmingarsölu í dag, en dagurinn er sá síðasti sem verslunin verður opin. „Eftir það verðum við eingöngu á myspace á netinu," útskýrir Guðjón Rúnar Emilsson, eigandi verslunarinnar. Í stað Fígúru opnar ný búð í húsnæðinu, þar sem Karítas Pálsdóttir mun selja hönnun sína og annarra, en hún á einmitt heiðurinn að litríkum vegg Fígúru. „Hún verður með sína eigin hönnun, húsgögn og skart úr leir til dæmis og kærastinn hennar og vinkona verða með í þessu," útskýrir Guðjón, sem telur líklegt að einhver af merkjunum sem Fígúra hefur verið með fái að fylgja Karítas yfir í nýju verslunina. Guðjón segir rekstur búðarinnar ganga ágætlega sem stendur, en lokun Skólavörðustígsins fyrr á árinu hafi sett töluvert strik í reikninginn. „Þetta er líka erfiður rekstur. Ég stend vaktina í búðinni allan daginn, prenta á föt og panta inn. Þetta tekur allt mikinn tíma," segir Guðjón sem vonast því til að geta einbeitt sér frekar að eigin hönnun eftir þessi kaflaskil. „Ég hef verið að prenta á föt frá merkinu American Apparel, sem eru gæðavörur og mun halda áfram að bjóða upp á þau, bæði á myspace-síðunni og svo fæ ég væntanlega smá horn í nýju búðinni. Fólk mun líka geta pantað á netinu og sótt vörurnar í búðina," útskýrir hann. Á meðal þess sem hann býður upp á eru bolir og fatnaður með fígúrum af veggnum góða. „Mér þykir svo vænt um þennan vegg að ég hef verið að reyna að bjarga honum svona," segir hann og hlær við. Á þessum síðasta degi Fígúru er verslunin opin frá 12 til 19, og Guðjón lofar góðu verði. „Við erum ekkert að hugsa um fall krónunnar, við ætlum að hafa gamla góða gengið og gott betur en það," segir hann og hlær við. Fígúra er til húsa að Skólavörðustíg 22, en síðuna má skoða á myspace.com/figurastore. - sun Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Verslunin Fígúra fagnar 500 daga afmæli sínu með rýmingarsölu í dag, en dagurinn er sá síðasti sem verslunin verður opin. „Eftir það verðum við eingöngu á myspace á netinu," útskýrir Guðjón Rúnar Emilsson, eigandi verslunarinnar. Í stað Fígúru opnar ný búð í húsnæðinu, þar sem Karítas Pálsdóttir mun selja hönnun sína og annarra, en hún á einmitt heiðurinn að litríkum vegg Fígúru. „Hún verður með sína eigin hönnun, húsgögn og skart úr leir til dæmis og kærastinn hennar og vinkona verða með í þessu," útskýrir Guðjón, sem telur líklegt að einhver af merkjunum sem Fígúra hefur verið með fái að fylgja Karítas yfir í nýju verslunina. Guðjón segir rekstur búðarinnar ganga ágætlega sem stendur, en lokun Skólavörðustígsins fyrr á árinu hafi sett töluvert strik í reikninginn. „Þetta er líka erfiður rekstur. Ég stend vaktina í búðinni allan daginn, prenta á föt og panta inn. Þetta tekur allt mikinn tíma," segir Guðjón sem vonast því til að geta einbeitt sér frekar að eigin hönnun eftir þessi kaflaskil. „Ég hef verið að prenta á föt frá merkinu American Apparel, sem eru gæðavörur og mun halda áfram að bjóða upp á þau, bæði á myspace-síðunni og svo fæ ég væntanlega smá horn í nýju búðinni. Fólk mun líka geta pantað á netinu og sótt vörurnar í búðina," útskýrir hann. Á meðal þess sem hann býður upp á eru bolir og fatnaður með fígúrum af veggnum góða. „Mér þykir svo vænt um þennan vegg að ég hef verið að reyna að bjarga honum svona," segir hann og hlær við. Á þessum síðasta degi Fígúru er verslunin opin frá 12 til 19, og Guðjón lofar góðu verði. „Við erum ekkert að hugsa um fall krónunnar, við ætlum að hafa gamla góða gengið og gott betur en það," segir hann og hlær við. Fígúra er til húsa að Skólavörðustíg 22, en síðuna má skoða á myspace.com/figurastore. - sun
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp