Hef gaman af að leysa þrautir 20. ágúst 2008 00:01 Geir Haarde forsætisráðherra MYND/GVA Það er niðursveifla á mörgum sviðum og ríkisstjórnin dalar í könnunum. Vinsældir þínar virðast sömuleiðis hafa minnkað. Er erfitt að vera forsætisráðherra við þessar aðstæður? „Nei, ég kvarta ekkert yfir því. En því er ekki að neita að staðan hefur gjörbreyst á mjög skömmum tíma. Erfiðleikarnir sem nú eru uppi voru ekki nema að litlu leyti fyrirsjáanlegir. Þrengingar í efnahagsmálum bitna vitaskuld á fylgi þeirra flokka sem við stjórnvölinn eru. En erfiðleikar eru til að sigrast á þeim, bæði í lífi einstaklinga og þjóða, og ég hef einsett mér að glíma af mikilli alvöru við þau mál sem nú er við að fást. Ég hef gaman af því að leysa þrautir og gaman af því að tefla erfiðar skákir. Þessi þraut er reyndar í mörgum víddum, en ég er alveg sannfærður um að okkur mun takast að leysa hana og að við munum koma þjóðarskútunni heilli í höfn.“Botninum var ekki náðKemur þessi vonda staða þér á óvart?„Lausafjárkreppan sem varð til vegna aðstæðna á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum kom flatt upp á alla heimsbyggðina. Hún hefur haft gríðarlegar afleiðingar um allan heim, ekki bara á Íslandi. Við sjáum að margar þjóðir glíma nú við mikla erfiðleika, það fer enginn varhluta af því þegar fjármálamarkaðir heimsins skreppa svona saman eða lokast og fjárfestar verða jafn áhættufælnir og raun ber vitni. Það kom þess vegna öllum að óvörum, líka okkur hér heima, að þessar aðstæður skyldu skapast og hafa þessar afleiðingar. Þar við bætist að á heimsmörkuðum hefur verðþróun á hrávöru og olíu verið alveg með ólíkindum. Slíkar hækkanir eru ávísun á kjaraskerðingu hérna heima, bæði hækkanir á matvælum og eldsneyti, en á hinn bóginn gætu þær til lengri tíma orðið okkur gagnlegar, þar sem þær auka verðmæti orkuauðlinda okkar og matvælaframleiðslunnar. Í öllum erfiðleikum felast þannig jafnframt einhver tækifæri.“Þú sagðir á Alþingi í vor að botninum væri náð. Var það ótímabær óskhyggja ætluð til að blása þjóðinni kjarki í brjóst?„Nei, þannig mat ég ástandið þá. Auðvitað er erfitt að segja til um með einhverri vissu hvenær botninum er náð við svona aðstæður. Það fer eftir svo mörgu sem við höfum ekki vald á. Aðalatriðið er að viðurkenna að hér eru komin upp ný vandamál, sem eru nokkuð öðruvísi en við erum vön að fást við. Jafnframt er brýnt að átta sig á því að við höfum alla möguleika og mikinn styrk sem þjóðarbú til að leysa þennan vanda. Við eigum miklar auðlindir, höfum safnað í kornhlöður ríkissjóðs, ekki bara greitt upp skuldir heldur safnað í digran sjóð og framtíðarmöguleikar okkar eru mjög miklir á mörgum sviðum, enda segir í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að okkar horfur séu öfundsverðar.“Íbúðalánasjóður verður heildsölubankiÍ þeirri skýrslu var sett fram gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Íbúðalánasjóður ynni gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og þar með peningamálastefnunni. Hvernig verður brugðist við þeirri gagnrýni?„Ég tel að gagnrýnin á þessar aðgerðir hafi verið léttvæg þegar litið er til skýrslunnar í heild. Við eigum hins vegar eftir að gera frekari umbætur á íbúðalánasjóðskerfinu. Við stöndum frammi fyrir athugasemdum frá Eftirlitsstofnun EFTA og það er unnið að því á vegum ríkisstjórnarinnar að koma til móts við þær.“Er eining um þessi mál innan ríkisstjórnarinnar? Fjármálaráðherra sagði breytingar á Íbúðalánasjóði nauðsynlegar, en félagsmálaráðherra tekur slíku fjarri.„Það er samstaða um að það þurfi að gera þannig breytingar að félagslegi hluti þessara lánveitinga sé tekinn út úr og aðgreindur frá öðrum og að gerðar verði breytingar á ríkisábyrgðinni sem er í gildi. Búið var að semja frumvarp um slíkar breytingar í í tíð fyrri ríkisstjórnar, sem að mörgu leyti svarar þessari gagnrýni. Ég vil byggja á þeirri vinnu.“Yrði Íbúðalánasjóður þá heildsölubanki og ríkisábyrgð afnumin að einhverju leyti?„Já, þetta yrðu sennilega niðurstöður í þá átt. Ég hef tekið eftir því að orðið heildsölubanki fer í taugarnar á einhverjum, en það er slík hugmynd sem gæti orðið ofan á og þá yrði til nýr aðili sem keypti íbúðalán af öðrum fjármálastofnunum.“Hvernig gengur að efla gjaldeyrisforðann?„Við höfum tekið markviss skref í þeim efnum. Nú síðast í júlí var hann aukinn um tólf prósent með útgáfu ríkisvíxla og er nú fjórfaldur miðað við það sem var fyrir tveimur árum. Forðinn sjálfur hefur stækkað og sömuleiðis hefur verið samið um aðgang að lánalínum, eins og fram hefur komið. Ef á reyndi höfum við þess vegna úr miklu meiri fjármunum að spila en áður var. Við fengum sérstaka lántökuheimild í vor upp á 500 milljarða króna í því skyni að taka lán innanlands og utan. Þegar hafa verið gefin út skuldabréf innanlands upp á 75 milljarða og eitthvað af því hafa erlendir fjárfestar keypt og þannig komið með erlendan gjaldeyri inn í landið. Unnið er að frekari skrefum varðandi lántöku og ég býst við að það verði gert í áföngum á þessu ári. Þessi mál eru í stöðugri vinnslu í samvinnu ríkisstjórnar og Seðlabanka.“Enginn ágreiningur milli ríkisstjórnar og SeðlabankansÞað ganga sögur um stíf samskipti milli ríkisstjórnar og Seðlabankans. Að Seðlabankinn hafi fyrir nokkrum mánuðum lagst gegn lántöku vegna óviðunandi kjara, sem síðan hafi versnað enn. Hver er sannleikurinn í þessum málum?„Það er enginn ágreiningur milli okkar í ríkisstjórninni og Seðlabankans um lántökumálin.“Kanntu einhverja skýringu á þessum þráláta orðrómi, sem meðal annars hefur skilað sér inn í fyrirspurn á Alþingi?„Nei, ég kann ekki skýringar á því. Auðvitað eru allar ákvarðanir í þessum efnum háðar mati. Það sem gerðist í vor var að lántökukostnaður var á niðurleið og því eðlilegt að bíða betri kjara. Þá hækkaði kostnaðurinn, en er nú aftur á niðurleið í takt við álag á skuldatryggingar bankanna. Við erum í góðu samstarfi við Seðlabankann í þessum efnum, fjármálaráðuneytið ber hina formlegu ábyrgð og tekur lánið í nafni lýðveldisins Íslands en Seðlabankinn annast framkvæmdina. Við þurfum ekki að grípa til örþrifaráða upp á hvern dag til að takast á við þessar aðstæður. Það er fjarri lagi.“Mjög margt verið gertÍ nýlegri skýrslu Merryll Lynch var engu að síður fjallað um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar, lýst nokkurri undrun og því meðal annars velt upp hvort hugmyndin gæti verið sú að þjóðnýta einhvern af bönkunum. Hvað viltu segja um slíkar bollaleggingar frá slíkum aðila?„Það tjá sig margir aðilar á alþjóðavettvangi um stöðu okkar og út af fyrir sig er það alveg nýtt fyrir okkar litla og viðkvæma hagkerfi. Ísland virðist vinsælt umfjöllunarefni erlendra greiningaraðila og fjölmiðla en oft er ekki tekið tillit til þeirra fjölmörgu aðgerða sem þegar hefur verið gripið til í því skyni að örva hagkerfið og bregðast við aðsteðjandi vanda. Við höfum rýmkað reglur um veð, gert ráðstafanir tengdar fasteignamarkaðnum, við höfum lækkað skatta á fyrirtæki, afnumið að hluta stimpilgjöld hjá einstaklingum, við höfum gengið inn í samstarf ríkja innan Evrópusambandsins og EFTA um aðgerðir gegn fjármálakreppu og gefið út skuldabréf sem auka gjaldeyrisvaraforðann auk þess að gera gjaldmiðlaskiptasamninga við norrænu seðlabankana. Allt eru þetta liðir sem virka saman að lausn vandans. Það er hins vegar liðin tíð að komið sé með efnahagsaðgerðapakka, eins og tíðkaðist í gamla daga, þar sem ráðherrar komu og tilkynntu um sérstakan afslátt á kindakjöti og mjólk. Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með því sem er á seyði í öðrum löndum, en hvert ríki grípur til aðgerða sem henta því. Í Bandaríkjunum hefur þetta fyrst og fremst snúist um að tryggja lánastofnunum laust fé. Seðlabankinn þar hefur verið mjög útsjónarsamur að koma peningum til þeirra aðila. Seðlabanki Íslands hefur sömuleiðis verið allur af vilja gerður að gera slíkt hið sama, að sjálfsögðu gegn eðlilegum tryggingum. Við höfum hins vegar ekki sagt okkar síðasta orð. Á meðan við erum ekki komin út úr vandanum höldum við því að sjálfsögðu opnu að grípa til frekari aðgerða sem að gagni geta komið. En það má ekki gerast í örvæntingu eða óðagoti.“Menn hafa farið geystFjármálaráðherra hefur sagt að ekki sé réttlætanlegt að ríkið gripi til aðgerða til að bjarga „einhverjum aðilum sem hefðu farið of geyst í fjárfestingum” og enn fremur að styrking gjaldeyrisforðans væri eingöngu hagsmunamál ákveðinna aðila en ekki heildarinnar. Getur þú tekið undir þessi orð og um hverja er hann að ræða?„Ég býst við því að hann eigi við það að ríkið muni ekki endilega hlaupa til og hjálpa fyrirtækjum sem eiga í erfiðleikum eða eiga yfir höfði sér gjaldþrot, enda eru ekki margir nú til dags sem setja fram hugmyndir um slíkt. Margir hafa farið geyst í góðæri undanfarinna ára, tekið áhættu og fjárfest úr hófi og horfast nú í augu við afleiðingarnar. Hvað varðar gjaldeyrisforðann er sú stefna óbreytt að auka hann. En kjörin skipta mjög miklu máli, enda borgar almenningur kostnaðinn á endanum.“Hvað með að láta bankana greiða kostnaðinn?„Já, sú hugmynd hefur komið fram. Hún er hins vegar erfið í útfærslu ef eingöngu er um það að ræða að auka gjaldeyrisforðann. Hann er í eðli sínu varasjóður ætlaður til að treysta stöðu Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um að láta bankana bera af þessu kostnað sérstaklega, en það kemur þó til greina.En hvað með allan fórnarkostnaðinn sem landsmenn greiða óbeint af útgáfu jöklabréfa?„Öll þessi atriði þarf að vega hvert á móti öðru. Við horfum ekki eingöngu til kostnaðar af lántöku erlendis, alls ekki, enda höfum við sagst ætla að útvega þá peninga jafnvel þótt það sé dýrt. En gjaldeyrisvaraforðinn hér á landi er stór á næstum því alla mælikvarða en lítill miðað við efnahagsreikning íslensku bankanna. Það er vandinn.“Ekki rétt að endurskoða peningamálastefnuna núEr ekki hættan sú að fyrirtækjum og einstaklingum blæði út peningalega nú þegar varla er fyrirgreiðslu að fá í bönkum og vextir eru 15,5 prósent?„Það er auðvitað ljóst að atvinnurekstur í slíku umhverfi er mjög erfiður. Þess vegna gengur þeim vitaskuld betur sem höfðu vaðið fyrir neðan sig og skuldsettu sig ekki um of. Hugmyndin með háum vöxtum er að þeir bíti fljótt og hafi tilætluð áhrif svo unnt sé lækka þá skjótt aftur. Ég gagnrýni ekki peningamálastefnu Seðlabankans. Ég geri mér vonir um að hún skili brátt þeim árangri að verðbólga minnki hratt og vextir lækki þar með á ný.“Þú boðaðir á ársfundi Seðlabankans endurskoðun peningamálastefnunnar í ljósi reynslunnar af þeim lögum sem sett voru 2001. Hvað líður þeirri vinnu?„Ég boðaði að farið yrði yfir reynsluna af því kerfi sem komið var á laggirnar 2001. Til þess yrðu fengnir innlendir og erlendir sérfræðingar. Ég sagði jafnframt að að það væri ekki skynsamlegt að gera þetta meðan á erfiðustu siglingunni stæði eða kippa teppinu undan Seðlabankanum.”Hvað viltu segja um þau ummæli varaformanns Sjálfstæðisflokksins að ef til vill hafi verið mistök að breyta ekki lögum um Seðlabankann í vor og veita honum aukið svigrúm til athafna, til að ná öðrum markmiðum en eingöngu „þessu harðsoðna verðbólgumarkmiði,“ eins og hún orðar það. Þá sagði hún mikilvægt að strax yrði farið gaumgæfilega yfir peningamálastefnuna?„Það er skynsamlegt að gera slíka úttekt og langbest að fá til þess aðila sem ekki eiga neinna sérstakra hagsmuna að gæta, en í góðu samstarfi við Seðlabankann og með hans aðkomu. En það hefur ekki verið ákveðið hvenær verður ráðist í þetta. Það sem skiptir mestu máli nú er að koma í veg fyrir að verðbólgan festist í sessi eða fari úr böndunum. Þar fara saman hagsmunir almennings og fyrirtækja.“stórframkvæmdum frestaðEn getur ríkisstjórnin ekki lagt sitt af mörkum til að flýta fyrir því að vaxtalækkunarferli geti hafist?„Jú, og það munum við gera. Við kynntum á þessu ári að hægar verði farið í sakirnar við stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og nýtt háskólasjúkrahús, sem báðar eru enn á skipulagsstigi. Á hinn bóginn höfum við engin áform uppi um að magna niðursveifluna með því að draga úr opinberum framkvæmdum í stórum stíl. Við höfum lagt til hliðar og bjuggum í haginn meðan vel gekk. Nú er komið að því að sækja aftur í kornhlöðurnar eitthvað af því sem lagt var inn.Besta leiðin til að vinna sig út úr þessum aðstæðum er hins vegar að sjálfsögðu fólgin í að framleiða, framleiða og aftur framleiða. Verðmætasköpun er það sem málið snýst fyrst og fremst um, að halda áfram að skapa verðmæti í vörum og þjónustu og nýta auðlindir okkar. Auðlindir eru ekki mikils virði ef þær eru ekkert nýttar og engin þjóð telur sig hafa efni á að nýta ekki þær auðlindir sem hún ræður yfir. Þess vegna held ég sé mjög mikilvægt að virkja í auknum mæli með ábyrgum og sjálfbærum hætti, bæði jarðhita og vatnsafl. Það er alveg nauðsynlegt til að halda áfram að bæta lífskjörin í landinu. Með því að nýta auðlindirnar sendum við einnig sterk skilaboð til þeirra sem fjármagna fjármálakerfið að tekjustreymi framtíðarinnar verði mikið og heilbrigt og landið því traustsins vert.“Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson sögðu í viðtali við Markaðinn á dögunum að ríkisstjórnin yrði að tala einni og ábyrgri röddu í þessum efnum út fyrir landsteinana. Umhverfisráðherra sætir nú harðri gagnrýni fyrir ákvörðun sína um heildstætt umhverfismat vegna Bakka og viðskiptaráðherra er meðal mótmælenda við neðri hluta Þjórsár. Þarf forsætisráðherrann ekki að hafa meiri aga á sínu liði við svo viðkvæmar aðstæður?„Ég held að línur hafi mjög skýrst varðandi fyrirhugað álver á Bakka einmitt eftir ákvörðun umhverfisráðherrans. Ég tel núna alveg gulltryggt, í ljósi þeirra yfirlýsinga sem gengið hafa, að það álver muni rísa ef um það nást eðlilegir viðskiptasamningar milli aðila. Það kæmi þá á eftir álverinu í Helguvík. Að því leyti til hefur ákveðinni óvissu verið rutt úr vegi enda þótt úrskurður umhverfisráðherra hafi komið á óvart.“Er ráðherrum ríkisstjórnarinnar ekki ljós þessi efnahagsvandi sem þú hefur lýst. Var úrskurðurinn borinn undir þig?„Nei, hann var ekki borinn undir mig og ég tel að hann hafi verið óþarfur og sagði það strax. Afla hefði mátt sömu upplýsinga um umhverfisáhrif eftir þeim leiðum sem venjulega hafa verið farnar. En þetta var mat ráðherrans og hún var innan sinna valdheimilda í þessari ákvörðun. En það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að það verði virkjað fyrir norðan og reist álver á Bakka.“Telurðu rétt að hefja undirbúning að Bitruvirkjun á Hellisheiði og virkjunum í neðri hluta Þjórsár?„Bæði þessi verkefni eru langt komin í undirbúningi og ég tel sjálfsagt að halda áfram undirbúningi að Bitruvirkjun og fara á fullt í þeirri vinnu. Síðan verður að koma í ljós hvar hún lendir í röðinni af virkjunarkostum á Hellisheiðarsvæðinu. Hvað varðar neðri hluta Þjórsár þá er sá undirbúningur auðvitað mjög langt kominn og fyrir skemmstu voru flestir á því að þar væru mjög skynsamlegir virkjunarkostir Ég vona bara að fljótlega leysist úr þeim ágreiningi sem eftir er að leysa þar. Hins vegar eru hafin málaferli út af ákveðnum þætti málsins þannig að við verðum að bíða og sjá hver niðurstaðan úr því verður. Á meðan er sjálfgefið að ráðast í Búðarhálsvirkjun að mínum dómi.“Kemur til greina að beitt verði heimildum um eignarnám á þessu svæði, eins og gert hefur verið annars staðar á landinu, í því skyni að tryggja virkjunarframkvæmdir?„Það er of snemmt að kveða upp úr um það. Heimild iðnaðarráðherra er til staðar í lögum.“Erfitt árferði bitnar á fjölmiðlum eins og öðrum. Kemur til greina að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði til þess að jafna samkeppnisstöðu annarra miðla?„Menntamálaráðherrann hefur haft þessi mál til sérstakrar skoðunar. Hún er með hugmyndir í vinnslu varðandi þá stöðu, sem er ekki er tímabært að fara nánar út í á þessum tímapunkti.“Vandi steðjar að mörgum fjármálafyrirtækjum, til dæmis sparisjóðunum. Þarf ekki frekari samruni og hagræðing að eiga sér stað á innlendum bankamarkaði? Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að liðka fyrir slíku ferli, meðal annars með tilliti til samkeppnisumhverfisins?„Ég tel víst að það sé unnt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“Eru áform um einhver skref til einkavæðingar ríkisfyrirtækja á næstunni?„Það hefur ekki verið ákveðið en ég tel vissa möguleika fyrir hendi í þeim efnum, sem fara þarf yfir. Nefni ég Íslandspóst í því sambandi.“Vill uppfylla Maastricht-skilyrðiForveri þinn í embætti, Halldór Ásgrímsson, taldi að Ísland yrði gengið í Evrópusambandið árið 2015. Ertu sammála því mati?„Nei, ég er ekki sammála því og ekki hlynntur því.“Í síðustu viku lýsti utanríkisráðherra þeirri skoðun sinni að upptaka evru væri nauðsynleg, „ef við ætlum að taka þátt í þessu alþjóðlega hnattvædda hagkerfi og vera með stóran fjármálageira“ eins og hún orðaði það. Fjölmörg samtök innan atvinnulífsins hafa lýst svipuðum sjónarmiðum, líka ASÍ, Starfsgreinasambandið, bankarnir og forsvarsmenn margra stórra fyrirtækja. Hafa allir þessir aðilar rangt fyrir sér?„Ég tel að margir af þeim aðilum sem þú nefndir tali um evru í stað krónu sem lausn á þeim vanda sem við glímum við nú um stundir. Sú tenging er óraunhæf. Við munum uppfylla öll Maastricht-skilyrðin ef við náum þeim árangri sem að er stefnt og lýst í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og þá verður ekki nein ástæða til að taka upp annan gjaldmiðil því þá verður kominn sá stöðugleiki sem nauðsynlegur er.“En gæti ekki verið skynsamlegur leikur í stöðunni að gefa út þau skilaboð að ríkisstjórnin ásetji sér að uppfylla Maastricht-skilyrðin um upptöku evru á þessu kjörtímabili, enda þótt ekki sé samstaða um að sækja um aðild að Evrópusambandinu?„Jú, við stefnum að sjálfsögðu að því að uppfylla þessi skilyrði sem fyrst. Það eru almennir hagsmunir okkar að gera það óháð Evrópusambandinu.“Fleiri og fleiri sjálfstæðismenn tjá nú opinberlega stuðning sinn við inngöngu í ESB. Telurðu að tekist verði á um aðild að Evrópusambandinu á næsta landsfundi flokksins?„Mér er það til efs. Umræðan um þessi mál er mjög lifandi innan Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst ekki að þrýstingur innan flokksins í þessa veru hafi aukist neitt að ráði. Við ræðum þetta opinskátt í flokknum. Þingmenn hans fylgja þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta landsfundi en auðvitað gildir það um Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka, að við getum ekki útilokað neitt um aldur og ævi. Það er mín skoðun, þegar allt er tekið með í reikninginn, að hagsmunum okkar Íslendinga sé betur borgið utan sambandsins en innan þess.“Óhjákvæmileg gengisaðlögunHvernig sérðu næstu vikur og mánuði þróast?„Staðan er sú að við höfum verið að fara í gegnum mikla gengisaðlögun. Hún var óhjákvæmileg vegna þess að krónan var um allnokkra hríð of hátt skráð. Slík gengisaðlögun kallar á tímabundinn verðbólgukúf en á eftir standa þeir atvinnuvegir sem keppa við innflutning miklu betur að vígi, sem og útflutningsatvinnuvegirnir. Staða þeirra verður mjög öflug þegar fram í sækir. Við höfum einnig tekið á okkur þrengingar til skemmri tíma í sjávarútvegi til þess að búa í haginn til framtíðar og byggja upp fiskstofna. Þegar þetta skilar sér í bættri afkomu atvinnuveganna er ljóst að hér verða lífskjör almennings mjög góð. En það má búast við erfiðu hausti og vetri. Ég lít á það sem stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir fjöldaatvinnuleysi, en þá verður líka að skapa önnur störf í staðinn og gera fyrirtækjum kleift að koma undir sig fótunum. Á Íslandi skiptir sérhver einstaklingur máli og mikilvægt að allir finni störf við hæfi.“Hefurðu tekið þá gagnrýni að þú sért ekki að gera nóg nærri þér? „Nei, ég vissi að hverju ég gekk í þeim efnum, en reyni að leggja mig allan fram í því sem ég hef tekið að mér. Það er ekki hægt að elta ólar við allar ávirðingar sem tíndar eru fram en ég hlusta vandlega á málefnalega gagnrýni og tel að hún sé af hinu góða. Málsmetandi menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvernig eigi að leysa tiltekinn vanda.“Dreg ekki kanínur upp úr hattiEru kröfurnar til þín óraunhæfar? Er ætlast til þess að þú dragir kanínur upp úr hattinum?„Stundum er það, já. En flestir sem eru inni í þessum málum vita að það eru engin töfrabrögð í spilinu. “Það er kallað eftir þjóðarsátt.„Já, en aðstæður hafa breyst mikið í þjóðfélaginu frá árinu 1990 þegar gerð var þjóðarsátt. Verðbólgan nú stafar ekki af víxlverkun launa og verðlags eins og þá heldur fyrst og fremst af hækkun innflutningsverðlags. Umhverfi efnahagsmálanna er gjörbreytt og stjórnmálamenn ekki lengur með puttana í smáu sem stóru. Auknu frelsi á markaði fylgir aukin ábyrgð þeirra sem þar starfa. Samstarf ríkisvaldsins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins er þó vissulega enn mjög mikilvægt, við leggjum áherslu á að viðhalda því og eiga trúnað þessara aðila og vinnum áfram á þeim grundvelli, meðal annars á sérstökum samráðsvettvangi. En ég tel einnig að þegar virkilega bjátar á í þjóðarbúskapnum eigi stjórnmálaflokkarnir allir, bæði stjórn og stjórnarandstaða, að vinna saman til þess að takast í sameiningu á við þau verkefni sem við er að fást. Það eru mörg atriði sem þarf að hafa samvinnu um og ég kalla eftir víðtækri samstöðu þjóðinni allri til hagsbóta. Íslenska þjóðin hefur áður gengið í gegnum erfiðleika og mun sigrast á þeim núna eins og jafnan áður.“ Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Það er niðursveifla á mörgum sviðum og ríkisstjórnin dalar í könnunum. Vinsældir þínar virðast sömuleiðis hafa minnkað. Er erfitt að vera forsætisráðherra við þessar aðstæður? „Nei, ég kvarta ekkert yfir því. En því er ekki að neita að staðan hefur gjörbreyst á mjög skömmum tíma. Erfiðleikarnir sem nú eru uppi voru ekki nema að litlu leyti fyrirsjáanlegir. Þrengingar í efnahagsmálum bitna vitaskuld á fylgi þeirra flokka sem við stjórnvölinn eru. En erfiðleikar eru til að sigrast á þeim, bæði í lífi einstaklinga og þjóða, og ég hef einsett mér að glíma af mikilli alvöru við þau mál sem nú er við að fást. Ég hef gaman af því að leysa þrautir og gaman af því að tefla erfiðar skákir. Þessi þraut er reyndar í mörgum víddum, en ég er alveg sannfærður um að okkur mun takast að leysa hana og að við munum koma þjóðarskútunni heilli í höfn.“Botninum var ekki náðKemur þessi vonda staða þér á óvart?„Lausafjárkreppan sem varð til vegna aðstæðna á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum kom flatt upp á alla heimsbyggðina. Hún hefur haft gríðarlegar afleiðingar um allan heim, ekki bara á Íslandi. Við sjáum að margar þjóðir glíma nú við mikla erfiðleika, það fer enginn varhluta af því þegar fjármálamarkaðir heimsins skreppa svona saman eða lokast og fjárfestar verða jafn áhættufælnir og raun ber vitni. Það kom þess vegna öllum að óvörum, líka okkur hér heima, að þessar aðstæður skyldu skapast og hafa þessar afleiðingar. Þar við bætist að á heimsmörkuðum hefur verðþróun á hrávöru og olíu verið alveg með ólíkindum. Slíkar hækkanir eru ávísun á kjaraskerðingu hérna heima, bæði hækkanir á matvælum og eldsneyti, en á hinn bóginn gætu þær til lengri tíma orðið okkur gagnlegar, þar sem þær auka verðmæti orkuauðlinda okkar og matvælaframleiðslunnar. Í öllum erfiðleikum felast þannig jafnframt einhver tækifæri.“Þú sagðir á Alþingi í vor að botninum væri náð. Var það ótímabær óskhyggja ætluð til að blása þjóðinni kjarki í brjóst?„Nei, þannig mat ég ástandið þá. Auðvitað er erfitt að segja til um með einhverri vissu hvenær botninum er náð við svona aðstæður. Það fer eftir svo mörgu sem við höfum ekki vald á. Aðalatriðið er að viðurkenna að hér eru komin upp ný vandamál, sem eru nokkuð öðruvísi en við erum vön að fást við. Jafnframt er brýnt að átta sig á því að við höfum alla möguleika og mikinn styrk sem þjóðarbú til að leysa þennan vanda. Við eigum miklar auðlindir, höfum safnað í kornhlöður ríkissjóðs, ekki bara greitt upp skuldir heldur safnað í digran sjóð og framtíðarmöguleikar okkar eru mjög miklir á mörgum sviðum, enda segir í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að okkar horfur séu öfundsverðar.“Íbúðalánasjóður verður heildsölubankiÍ þeirri skýrslu var sett fram gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Íbúðalánasjóður ynni gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og þar með peningamálastefnunni. Hvernig verður brugðist við þeirri gagnrýni?„Ég tel að gagnrýnin á þessar aðgerðir hafi verið léttvæg þegar litið er til skýrslunnar í heild. Við eigum hins vegar eftir að gera frekari umbætur á íbúðalánasjóðskerfinu. Við stöndum frammi fyrir athugasemdum frá Eftirlitsstofnun EFTA og það er unnið að því á vegum ríkisstjórnarinnar að koma til móts við þær.“Er eining um þessi mál innan ríkisstjórnarinnar? Fjármálaráðherra sagði breytingar á Íbúðalánasjóði nauðsynlegar, en félagsmálaráðherra tekur slíku fjarri.„Það er samstaða um að það þurfi að gera þannig breytingar að félagslegi hluti þessara lánveitinga sé tekinn út úr og aðgreindur frá öðrum og að gerðar verði breytingar á ríkisábyrgðinni sem er í gildi. Búið var að semja frumvarp um slíkar breytingar í í tíð fyrri ríkisstjórnar, sem að mörgu leyti svarar þessari gagnrýni. Ég vil byggja á þeirri vinnu.“Yrði Íbúðalánasjóður þá heildsölubanki og ríkisábyrgð afnumin að einhverju leyti?„Já, þetta yrðu sennilega niðurstöður í þá átt. Ég hef tekið eftir því að orðið heildsölubanki fer í taugarnar á einhverjum, en það er slík hugmynd sem gæti orðið ofan á og þá yrði til nýr aðili sem keypti íbúðalán af öðrum fjármálastofnunum.“Hvernig gengur að efla gjaldeyrisforðann?„Við höfum tekið markviss skref í þeim efnum. Nú síðast í júlí var hann aukinn um tólf prósent með útgáfu ríkisvíxla og er nú fjórfaldur miðað við það sem var fyrir tveimur árum. Forðinn sjálfur hefur stækkað og sömuleiðis hefur verið samið um aðgang að lánalínum, eins og fram hefur komið. Ef á reyndi höfum við þess vegna úr miklu meiri fjármunum að spila en áður var. Við fengum sérstaka lántökuheimild í vor upp á 500 milljarða króna í því skyni að taka lán innanlands og utan. Þegar hafa verið gefin út skuldabréf innanlands upp á 75 milljarða og eitthvað af því hafa erlendir fjárfestar keypt og þannig komið með erlendan gjaldeyri inn í landið. Unnið er að frekari skrefum varðandi lántöku og ég býst við að það verði gert í áföngum á þessu ári. Þessi mál eru í stöðugri vinnslu í samvinnu ríkisstjórnar og Seðlabanka.“Enginn ágreiningur milli ríkisstjórnar og SeðlabankansÞað ganga sögur um stíf samskipti milli ríkisstjórnar og Seðlabankans. Að Seðlabankinn hafi fyrir nokkrum mánuðum lagst gegn lántöku vegna óviðunandi kjara, sem síðan hafi versnað enn. Hver er sannleikurinn í þessum málum?„Það er enginn ágreiningur milli okkar í ríkisstjórninni og Seðlabankans um lántökumálin.“Kanntu einhverja skýringu á þessum þráláta orðrómi, sem meðal annars hefur skilað sér inn í fyrirspurn á Alþingi?„Nei, ég kann ekki skýringar á því. Auðvitað eru allar ákvarðanir í þessum efnum háðar mati. Það sem gerðist í vor var að lántökukostnaður var á niðurleið og því eðlilegt að bíða betri kjara. Þá hækkaði kostnaðurinn, en er nú aftur á niðurleið í takt við álag á skuldatryggingar bankanna. Við erum í góðu samstarfi við Seðlabankann í þessum efnum, fjármálaráðuneytið ber hina formlegu ábyrgð og tekur lánið í nafni lýðveldisins Íslands en Seðlabankinn annast framkvæmdina. Við þurfum ekki að grípa til örþrifaráða upp á hvern dag til að takast á við þessar aðstæður. Það er fjarri lagi.“Mjög margt verið gertÍ nýlegri skýrslu Merryll Lynch var engu að síður fjallað um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar, lýst nokkurri undrun og því meðal annars velt upp hvort hugmyndin gæti verið sú að þjóðnýta einhvern af bönkunum. Hvað viltu segja um slíkar bollaleggingar frá slíkum aðila?„Það tjá sig margir aðilar á alþjóðavettvangi um stöðu okkar og út af fyrir sig er það alveg nýtt fyrir okkar litla og viðkvæma hagkerfi. Ísland virðist vinsælt umfjöllunarefni erlendra greiningaraðila og fjölmiðla en oft er ekki tekið tillit til þeirra fjölmörgu aðgerða sem þegar hefur verið gripið til í því skyni að örva hagkerfið og bregðast við aðsteðjandi vanda. Við höfum rýmkað reglur um veð, gert ráðstafanir tengdar fasteignamarkaðnum, við höfum lækkað skatta á fyrirtæki, afnumið að hluta stimpilgjöld hjá einstaklingum, við höfum gengið inn í samstarf ríkja innan Evrópusambandsins og EFTA um aðgerðir gegn fjármálakreppu og gefið út skuldabréf sem auka gjaldeyrisvaraforðann auk þess að gera gjaldmiðlaskiptasamninga við norrænu seðlabankana. Allt eru þetta liðir sem virka saman að lausn vandans. Það er hins vegar liðin tíð að komið sé með efnahagsaðgerðapakka, eins og tíðkaðist í gamla daga, þar sem ráðherrar komu og tilkynntu um sérstakan afslátt á kindakjöti og mjólk. Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með því sem er á seyði í öðrum löndum, en hvert ríki grípur til aðgerða sem henta því. Í Bandaríkjunum hefur þetta fyrst og fremst snúist um að tryggja lánastofnunum laust fé. Seðlabankinn þar hefur verið mjög útsjónarsamur að koma peningum til þeirra aðila. Seðlabanki Íslands hefur sömuleiðis verið allur af vilja gerður að gera slíkt hið sama, að sjálfsögðu gegn eðlilegum tryggingum. Við höfum hins vegar ekki sagt okkar síðasta orð. Á meðan við erum ekki komin út úr vandanum höldum við því að sjálfsögðu opnu að grípa til frekari aðgerða sem að gagni geta komið. En það má ekki gerast í örvæntingu eða óðagoti.“Menn hafa farið geystFjármálaráðherra hefur sagt að ekki sé réttlætanlegt að ríkið gripi til aðgerða til að bjarga „einhverjum aðilum sem hefðu farið of geyst í fjárfestingum” og enn fremur að styrking gjaldeyrisforðans væri eingöngu hagsmunamál ákveðinna aðila en ekki heildarinnar. Getur þú tekið undir þessi orð og um hverja er hann að ræða?„Ég býst við því að hann eigi við það að ríkið muni ekki endilega hlaupa til og hjálpa fyrirtækjum sem eiga í erfiðleikum eða eiga yfir höfði sér gjaldþrot, enda eru ekki margir nú til dags sem setja fram hugmyndir um slíkt. Margir hafa farið geyst í góðæri undanfarinna ára, tekið áhættu og fjárfest úr hófi og horfast nú í augu við afleiðingarnar. Hvað varðar gjaldeyrisforðann er sú stefna óbreytt að auka hann. En kjörin skipta mjög miklu máli, enda borgar almenningur kostnaðinn á endanum.“Hvað með að láta bankana greiða kostnaðinn?„Já, sú hugmynd hefur komið fram. Hún er hins vegar erfið í útfærslu ef eingöngu er um það að ræða að auka gjaldeyrisforðann. Hann er í eðli sínu varasjóður ætlaður til að treysta stöðu Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um að láta bankana bera af þessu kostnað sérstaklega, en það kemur þó til greina.En hvað með allan fórnarkostnaðinn sem landsmenn greiða óbeint af útgáfu jöklabréfa?„Öll þessi atriði þarf að vega hvert á móti öðru. Við horfum ekki eingöngu til kostnaðar af lántöku erlendis, alls ekki, enda höfum við sagst ætla að útvega þá peninga jafnvel þótt það sé dýrt. En gjaldeyrisvaraforðinn hér á landi er stór á næstum því alla mælikvarða en lítill miðað við efnahagsreikning íslensku bankanna. Það er vandinn.“Ekki rétt að endurskoða peningamálastefnuna núEr ekki hættan sú að fyrirtækjum og einstaklingum blæði út peningalega nú þegar varla er fyrirgreiðslu að fá í bönkum og vextir eru 15,5 prósent?„Það er auðvitað ljóst að atvinnurekstur í slíku umhverfi er mjög erfiður. Þess vegna gengur þeim vitaskuld betur sem höfðu vaðið fyrir neðan sig og skuldsettu sig ekki um of. Hugmyndin með háum vöxtum er að þeir bíti fljótt og hafi tilætluð áhrif svo unnt sé lækka þá skjótt aftur. Ég gagnrýni ekki peningamálastefnu Seðlabankans. Ég geri mér vonir um að hún skili brátt þeim árangri að verðbólga minnki hratt og vextir lækki þar með á ný.“Þú boðaðir á ársfundi Seðlabankans endurskoðun peningamálastefnunnar í ljósi reynslunnar af þeim lögum sem sett voru 2001. Hvað líður þeirri vinnu?„Ég boðaði að farið yrði yfir reynsluna af því kerfi sem komið var á laggirnar 2001. Til þess yrðu fengnir innlendir og erlendir sérfræðingar. Ég sagði jafnframt að að það væri ekki skynsamlegt að gera þetta meðan á erfiðustu siglingunni stæði eða kippa teppinu undan Seðlabankanum.”Hvað viltu segja um þau ummæli varaformanns Sjálfstæðisflokksins að ef til vill hafi verið mistök að breyta ekki lögum um Seðlabankann í vor og veita honum aukið svigrúm til athafna, til að ná öðrum markmiðum en eingöngu „þessu harðsoðna verðbólgumarkmiði,“ eins og hún orðar það. Þá sagði hún mikilvægt að strax yrði farið gaumgæfilega yfir peningamálastefnuna?„Það er skynsamlegt að gera slíka úttekt og langbest að fá til þess aðila sem ekki eiga neinna sérstakra hagsmuna að gæta, en í góðu samstarfi við Seðlabankann og með hans aðkomu. En það hefur ekki verið ákveðið hvenær verður ráðist í þetta. Það sem skiptir mestu máli nú er að koma í veg fyrir að verðbólgan festist í sessi eða fari úr böndunum. Þar fara saman hagsmunir almennings og fyrirtækja.“stórframkvæmdum frestaðEn getur ríkisstjórnin ekki lagt sitt af mörkum til að flýta fyrir því að vaxtalækkunarferli geti hafist?„Jú, og það munum við gera. Við kynntum á þessu ári að hægar verði farið í sakirnar við stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og nýtt háskólasjúkrahús, sem báðar eru enn á skipulagsstigi. Á hinn bóginn höfum við engin áform uppi um að magna niðursveifluna með því að draga úr opinberum framkvæmdum í stórum stíl. Við höfum lagt til hliðar og bjuggum í haginn meðan vel gekk. Nú er komið að því að sækja aftur í kornhlöðurnar eitthvað af því sem lagt var inn.Besta leiðin til að vinna sig út úr þessum aðstæðum er hins vegar að sjálfsögðu fólgin í að framleiða, framleiða og aftur framleiða. Verðmætasköpun er það sem málið snýst fyrst og fremst um, að halda áfram að skapa verðmæti í vörum og þjónustu og nýta auðlindir okkar. Auðlindir eru ekki mikils virði ef þær eru ekkert nýttar og engin þjóð telur sig hafa efni á að nýta ekki þær auðlindir sem hún ræður yfir. Þess vegna held ég sé mjög mikilvægt að virkja í auknum mæli með ábyrgum og sjálfbærum hætti, bæði jarðhita og vatnsafl. Það er alveg nauðsynlegt til að halda áfram að bæta lífskjörin í landinu. Með því að nýta auðlindirnar sendum við einnig sterk skilaboð til þeirra sem fjármagna fjármálakerfið að tekjustreymi framtíðarinnar verði mikið og heilbrigt og landið því traustsins vert.“Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson sögðu í viðtali við Markaðinn á dögunum að ríkisstjórnin yrði að tala einni og ábyrgri röddu í þessum efnum út fyrir landsteinana. Umhverfisráðherra sætir nú harðri gagnrýni fyrir ákvörðun sína um heildstætt umhverfismat vegna Bakka og viðskiptaráðherra er meðal mótmælenda við neðri hluta Þjórsár. Þarf forsætisráðherrann ekki að hafa meiri aga á sínu liði við svo viðkvæmar aðstæður?„Ég held að línur hafi mjög skýrst varðandi fyrirhugað álver á Bakka einmitt eftir ákvörðun umhverfisráðherrans. Ég tel núna alveg gulltryggt, í ljósi þeirra yfirlýsinga sem gengið hafa, að það álver muni rísa ef um það nást eðlilegir viðskiptasamningar milli aðila. Það kæmi þá á eftir álverinu í Helguvík. Að því leyti til hefur ákveðinni óvissu verið rutt úr vegi enda þótt úrskurður umhverfisráðherra hafi komið á óvart.“Er ráðherrum ríkisstjórnarinnar ekki ljós þessi efnahagsvandi sem þú hefur lýst. Var úrskurðurinn borinn undir þig?„Nei, hann var ekki borinn undir mig og ég tel að hann hafi verið óþarfur og sagði það strax. Afla hefði mátt sömu upplýsinga um umhverfisáhrif eftir þeim leiðum sem venjulega hafa verið farnar. En þetta var mat ráðherrans og hún var innan sinna valdheimilda í þessari ákvörðun. En það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að það verði virkjað fyrir norðan og reist álver á Bakka.“Telurðu rétt að hefja undirbúning að Bitruvirkjun á Hellisheiði og virkjunum í neðri hluta Þjórsár?„Bæði þessi verkefni eru langt komin í undirbúningi og ég tel sjálfsagt að halda áfram undirbúningi að Bitruvirkjun og fara á fullt í þeirri vinnu. Síðan verður að koma í ljós hvar hún lendir í röðinni af virkjunarkostum á Hellisheiðarsvæðinu. Hvað varðar neðri hluta Þjórsár þá er sá undirbúningur auðvitað mjög langt kominn og fyrir skemmstu voru flestir á því að þar væru mjög skynsamlegir virkjunarkostir Ég vona bara að fljótlega leysist úr þeim ágreiningi sem eftir er að leysa þar. Hins vegar eru hafin málaferli út af ákveðnum þætti málsins þannig að við verðum að bíða og sjá hver niðurstaðan úr því verður. Á meðan er sjálfgefið að ráðast í Búðarhálsvirkjun að mínum dómi.“Kemur til greina að beitt verði heimildum um eignarnám á þessu svæði, eins og gert hefur verið annars staðar á landinu, í því skyni að tryggja virkjunarframkvæmdir?„Það er of snemmt að kveða upp úr um það. Heimild iðnaðarráðherra er til staðar í lögum.“Erfitt árferði bitnar á fjölmiðlum eins og öðrum. Kemur til greina að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði til þess að jafna samkeppnisstöðu annarra miðla?„Menntamálaráðherrann hefur haft þessi mál til sérstakrar skoðunar. Hún er með hugmyndir í vinnslu varðandi þá stöðu, sem er ekki er tímabært að fara nánar út í á þessum tímapunkti.“Vandi steðjar að mörgum fjármálafyrirtækjum, til dæmis sparisjóðunum. Þarf ekki frekari samruni og hagræðing að eiga sér stað á innlendum bankamarkaði? Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að liðka fyrir slíku ferli, meðal annars með tilliti til samkeppnisumhverfisins?„Ég tel víst að það sé unnt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“Eru áform um einhver skref til einkavæðingar ríkisfyrirtækja á næstunni?„Það hefur ekki verið ákveðið en ég tel vissa möguleika fyrir hendi í þeim efnum, sem fara þarf yfir. Nefni ég Íslandspóst í því sambandi.“Vill uppfylla Maastricht-skilyrðiForveri þinn í embætti, Halldór Ásgrímsson, taldi að Ísland yrði gengið í Evrópusambandið árið 2015. Ertu sammála því mati?„Nei, ég er ekki sammála því og ekki hlynntur því.“Í síðustu viku lýsti utanríkisráðherra þeirri skoðun sinni að upptaka evru væri nauðsynleg, „ef við ætlum að taka þátt í þessu alþjóðlega hnattvædda hagkerfi og vera með stóran fjármálageira“ eins og hún orðaði það. Fjölmörg samtök innan atvinnulífsins hafa lýst svipuðum sjónarmiðum, líka ASÍ, Starfsgreinasambandið, bankarnir og forsvarsmenn margra stórra fyrirtækja. Hafa allir þessir aðilar rangt fyrir sér?„Ég tel að margir af þeim aðilum sem þú nefndir tali um evru í stað krónu sem lausn á þeim vanda sem við glímum við nú um stundir. Sú tenging er óraunhæf. Við munum uppfylla öll Maastricht-skilyrðin ef við náum þeim árangri sem að er stefnt og lýst í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og þá verður ekki nein ástæða til að taka upp annan gjaldmiðil því þá verður kominn sá stöðugleiki sem nauðsynlegur er.“En gæti ekki verið skynsamlegur leikur í stöðunni að gefa út þau skilaboð að ríkisstjórnin ásetji sér að uppfylla Maastricht-skilyrðin um upptöku evru á þessu kjörtímabili, enda þótt ekki sé samstaða um að sækja um aðild að Evrópusambandinu?„Jú, við stefnum að sjálfsögðu að því að uppfylla þessi skilyrði sem fyrst. Það eru almennir hagsmunir okkar að gera það óháð Evrópusambandinu.“Fleiri og fleiri sjálfstæðismenn tjá nú opinberlega stuðning sinn við inngöngu í ESB. Telurðu að tekist verði á um aðild að Evrópusambandinu á næsta landsfundi flokksins?„Mér er það til efs. Umræðan um þessi mál er mjög lifandi innan Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst ekki að þrýstingur innan flokksins í þessa veru hafi aukist neitt að ráði. Við ræðum þetta opinskátt í flokknum. Þingmenn hans fylgja þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta landsfundi en auðvitað gildir það um Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka, að við getum ekki útilokað neitt um aldur og ævi. Það er mín skoðun, þegar allt er tekið með í reikninginn, að hagsmunum okkar Íslendinga sé betur borgið utan sambandsins en innan þess.“Óhjákvæmileg gengisaðlögunHvernig sérðu næstu vikur og mánuði þróast?„Staðan er sú að við höfum verið að fara í gegnum mikla gengisaðlögun. Hún var óhjákvæmileg vegna þess að krónan var um allnokkra hríð of hátt skráð. Slík gengisaðlögun kallar á tímabundinn verðbólgukúf en á eftir standa þeir atvinnuvegir sem keppa við innflutning miklu betur að vígi, sem og útflutningsatvinnuvegirnir. Staða þeirra verður mjög öflug þegar fram í sækir. Við höfum einnig tekið á okkur þrengingar til skemmri tíma í sjávarútvegi til þess að búa í haginn til framtíðar og byggja upp fiskstofna. Þegar þetta skilar sér í bættri afkomu atvinnuveganna er ljóst að hér verða lífskjör almennings mjög góð. En það má búast við erfiðu hausti og vetri. Ég lít á það sem stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir fjöldaatvinnuleysi, en þá verður líka að skapa önnur störf í staðinn og gera fyrirtækjum kleift að koma undir sig fótunum. Á Íslandi skiptir sérhver einstaklingur máli og mikilvægt að allir finni störf við hæfi.“Hefurðu tekið þá gagnrýni að þú sért ekki að gera nóg nærri þér? „Nei, ég vissi að hverju ég gekk í þeim efnum, en reyni að leggja mig allan fram í því sem ég hef tekið að mér. Það er ekki hægt að elta ólar við allar ávirðingar sem tíndar eru fram en ég hlusta vandlega á málefnalega gagnrýni og tel að hún sé af hinu góða. Málsmetandi menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvernig eigi að leysa tiltekinn vanda.“Dreg ekki kanínur upp úr hattiEru kröfurnar til þín óraunhæfar? Er ætlast til þess að þú dragir kanínur upp úr hattinum?„Stundum er það, já. En flestir sem eru inni í þessum málum vita að það eru engin töfrabrögð í spilinu. “Það er kallað eftir þjóðarsátt.„Já, en aðstæður hafa breyst mikið í þjóðfélaginu frá árinu 1990 þegar gerð var þjóðarsátt. Verðbólgan nú stafar ekki af víxlverkun launa og verðlags eins og þá heldur fyrst og fremst af hækkun innflutningsverðlags. Umhverfi efnahagsmálanna er gjörbreytt og stjórnmálamenn ekki lengur með puttana í smáu sem stóru. Auknu frelsi á markaði fylgir aukin ábyrgð þeirra sem þar starfa. Samstarf ríkisvaldsins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins er þó vissulega enn mjög mikilvægt, við leggjum áherslu á að viðhalda því og eiga trúnað þessara aðila og vinnum áfram á þeim grundvelli, meðal annars á sérstökum samráðsvettvangi. En ég tel einnig að þegar virkilega bjátar á í þjóðarbúskapnum eigi stjórnmálaflokkarnir allir, bæði stjórn og stjórnarandstaða, að vinna saman til þess að takast í sameiningu á við þau verkefni sem við er að fást. Það eru mörg atriði sem þarf að hafa samvinnu um og ég kalla eftir víðtækri samstöðu þjóðinni allri til hagsbóta. Íslenska þjóðin hefur áður gengið í gegnum erfiðleika og mun sigrast á þeim núna eins og jafnan áður.“
Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira