Woods: Verð ekki góður fyrr en 2010 30. september 2008 11:44 NordicPhotos/GettyImages Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segist ekki eiga von á því að ná sér að fullu eftir hnéuppskurð fyrr en á keppnistímabilinu 2010. Woods er enn að ná sér eftir krossbandaaðgerð og hefur ekki spilað sínðan hann vann dramatiskan sigur á opna bandaríska meistaramótinu í júní í sumar. Woods segist ekki reikna með því að geta sveiflað golfkylfu á ný fyrr en í fyrsta lagi í janúar. "Það mun taka mig næstu 18 mánuði að fá 100% styrk í hnéð á ný, svo þetta verður tveggja ára tímabil sem ég verð frá mínu besta. Það er víst ekki hægt að flýta fyrir þessu ferli," sagði Woods. Hann vann 9 af þeim 12 mótum sem hann tók þátt í á árinu og segist hafa verið í sínu besta formi á ferlinum áður en hann þurfti að fara í aðgerðina. "Ég held að ég hafi aldrei leikið betur og þó ég hafi kannski unnið fleiri mót áður, held ég að ég hafi aldrei verið að keppa um sigur á eins mögum mótum og unnið eins mörg mót í röð og á þessum spretti. Þetta var góð rispa," sagði Woods. Þessi frábæri kylfingur hefur unnið 65 sigra á PGA mótaröðinni og aðeins Jack Nicklaus (73) og Sam Snead (82) hafa unnið fleiri sigra í sögunni. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segist ekki eiga von á því að ná sér að fullu eftir hnéuppskurð fyrr en á keppnistímabilinu 2010. Woods er enn að ná sér eftir krossbandaaðgerð og hefur ekki spilað sínðan hann vann dramatiskan sigur á opna bandaríska meistaramótinu í júní í sumar. Woods segist ekki reikna með því að geta sveiflað golfkylfu á ný fyrr en í fyrsta lagi í janúar. "Það mun taka mig næstu 18 mánuði að fá 100% styrk í hnéð á ný, svo þetta verður tveggja ára tímabil sem ég verð frá mínu besta. Það er víst ekki hægt að flýta fyrir þessu ferli," sagði Woods. Hann vann 9 af þeim 12 mótum sem hann tók þátt í á árinu og segist hafa verið í sínu besta formi á ferlinum áður en hann þurfti að fara í aðgerðina. "Ég held að ég hafi aldrei leikið betur og þó ég hafi kannski unnið fleiri mót áður, held ég að ég hafi aldrei verið að keppa um sigur á eins mögum mótum og unnið eins mörg mót í röð og á þessum spretti. Þetta var góð rispa," sagði Woods. Þessi frábæri kylfingur hefur unnið 65 sigra á PGA mótaröðinni og aðeins Jack Nicklaus (73) og Sam Snead (82) hafa unnið fleiri sigra í sögunni.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira