Viðskipti innlent

Exista leiðir lækkanalestina

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Mynd/GVA

Gengi bréfa í Existu féll um 3,33 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Það jafnaði sig lítillega skömmu síðar. Gengið stendur nú í 6,44 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Bankar og fjárfestingafélög fylgja fast á hæla Existu á rauðum degi.

Gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði um 1,97 prósent, Bakkavarar um 1,78 prósent, Straums um 1,24 prósent og Glitnis um rúmt prósent.

Atorka, Kaupþing og Icelandair hafa farið niður um tæpt prósent.

Ekkert félag hefur hækkað á sama tíma.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,82 prósent og stendur hún í 4.152 stigum. Hún hefur ekki verið lægri í þrjú ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×