Vetra Vilnius frá Litháen vann norska liðið Viking Stavanger 1-0 í fyrri viðureign þessara liða í Evrópukeppninni í gær. Eina mark leiksins er heldur betur umdeilt.
Markið er keimlíkt frægu marki Bjarna Guðjónssonar fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrra. Þegar leikmenn Viking biðu eftir að boltanum yrði sparkað til baka kom hárnákvæmt skot sem hafnaði í netinu.
Norskir fjölmiðlar fjalla mikið um málið og eru forráðamenn Viking allt annað en sáttir við óheiðarleika Litháana. Einn leikmaður Vetra Vilnius lét hafa eftir sér að þetta hefði verið „auðvelt mark" og var það aðeins til að strá salti í sár Viking manna.
Myndband af markinu má sjá hér að neðan:
http://www.youtube.com/watch?v=-d5l2IpPWLA