Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot 5. maí 2008 06:00 Séra Eiríkur Jóhannesson í Hruna messaði í Selfosskirkju í gær. Séra Gunnar Björnsson er farinn í hálfs árs leyfi frá störfum. „Ég held að það sé ekki skynsamlegt á þessu stigi að ég tjái mig um málið," segir séra Gunnar Björnsson, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum á Selfossi. Gunnar er farinn í hálfs árs leyfi frá störfum á meðan málið er í rannsókn. „Málið er í eðlilegu rannsóknarferli og það væri ekki rétt af mér að tjá mig um það," segir Gunnar. Stúlkurnar tvær eru sextán og sautján ára sóknarbörn og hafa báðar verið virkar í kórstarfi kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ná meint brot Gunnars nokkur ár aftur í tímann. Auk þess munu tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra Gunnar fyrir sömu sakir. Gunnar segist hafa átt inni frí eftir langan starfsaldur. „Eftir 36 ára prestsskapinn minn þá átti ég inni heilmikið af réttindum til að fá leyfi frá störfum og þegar þessi ásökun kom þá fannst mér upplagt að nota bara tækifærið og drífa mig í frí." Hann kveðst ekkert geta sagt um það hvað hann mun taka sér fyrir hendur þennan tíma, eða hvort hann hyggst dvelja áfram á Selfossi. Upp komst um málið þegar foreldrar annarrar stúlkunnar leituðu með það til formanns sóknarnefndar, sem vísaði þeim til Biskupsstofu. Þangað kom málið 30. apríl. Þar var málið tekið fyrir í sérstöku fagráði á vegum Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Ráðið vísaði málinu til Barnaverndarnefndar sem hafði samband síðan við lögreglu. Kærurnar tvær bárust nokkrum dögum seinna. Skýrslur verða teknar nú í byrjun vikunnar af stúlkunum tveimur, en þegar er búið að yfirheyra séra Gunnar stuttlega. Rannsóknin er á algjöru frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins flokkast meint brot Gunnars sem kynferðisleg áreitni, en ekki kynferðislegt ofbeldi af alvarlegasta tagi. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn sem fagráð Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota fjallar um mál tengt Gunnari. Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af kærunum. „Þetta „sjokkerar" auðvitað alla," segir Eysteinn Óskar Jónasson, formaður sóknarnefndar. Hann segir sóknarnefndina þó ekki í aðstöðu til að aðhafast nokkuð vegna málsins.stigur@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
„Ég held að það sé ekki skynsamlegt á þessu stigi að ég tjái mig um málið," segir séra Gunnar Björnsson, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum á Selfossi. Gunnar er farinn í hálfs árs leyfi frá störfum á meðan málið er í rannsókn. „Málið er í eðlilegu rannsóknarferli og það væri ekki rétt af mér að tjá mig um það," segir Gunnar. Stúlkurnar tvær eru sextán og sautján ára sóknarbörn og hafa báðar verið virkar í kórstarfi kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ná meint brot Gunnars nokkur ár aftur í tímann. Auk þess munu tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra Gunnar fyrir sömu sakir. Gunnar segist hafa átt inni frí eftir langan starfsaldur. „Eftir 36 ára prestsskapinn minn þá átti ég inni heilmikið af réttindum til að fá leyfi frá störfum og þegar þessi ásökun kom þá fannst mér upplagt að nota bara tækifærið og drífa mig í frí." Hann kveðst ekkert geta sagt um það hvað hann mun taka sér fyrir hendur þennan tíma, eða hvort hann hyggst dvelja áfram á Selfossi. Upp komst um málið þegar foreldrar annarrar stúlkunnar leituðu með það til formanns sóknarnefndar, sem vísaði þeim til Biskupsstofu. Þangað kom málið 30. apríl. Þar var málið tekið fyrir í sérstöku fagráði á vegum Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Ráðið vísaði málinu til Barnaverndarnefndar sem hafði samband síðan við lögreglu. Kærurnar tvær bárust nokkrum dögum seinna. Skýrslur verða teknar nú í byrjun vikunnar af stúlkunum tveimur, en þegar er búið að yfirheyra séra Gunnar stuttlega. Rannsóknin er á algjöru frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins flokkast meint brot Gunnars sem kynferðisleg áreitni, en ekki kynferðislegt ofbeldi af alvarlegasta tagi. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn sem fagráð Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota fjallar um mál tengt Gunnari. Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af kærunum. „Þetta „sjokkerar" auðvitað alla," segir Eysteinn Óskar Jónasson, formaður sóknarnefndar. Hann segir sóknarnefndina þó ekki í aðstöðu til að aðhafast nokkuð vegna málsins.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira