Skelfingaralda hefur gengið yfir Indland vegna hraðalsins sem gangsettur var í Sviss í dag. Vitað er um að minnsta kosti eitt sjálfsmorð vegna þess.
Í hraðlinum á að láta öreindir rekast á og líkja eftir Miklahvelli. Dómsdagsspámenn hafa verið iðnir við að segja að þessi tilraun leiði til ragnaraka.
Svarthol muni gleypa jörðina eða hún muni hreinlega springa í tætlur. Á Vesturlöndum hafa menn ekki ýkja miklar áhyggjur af þessu. Á Indlandi er hinsvegar mikil hjátrú.
Fjölmiðlar þar í landi hafa verið uppfullir af fréttum af hraðlinum og lagt mikla áherslu á dómsdagsspárnar.
Það leiddi til þess að í Austgur-Indlandi þustu heilu hjarðirnar í musteri til þess að biðja og fasta. Aðrir fóru á uppáhalds veitingahúsið sitt til þess að fá sér síðustu máltíðina.