Aldrei eins nauðsynlegt og nú að meta afleiðingar stórra ákvarðana 10. september 2008 10:52 MYND/Pjetur Færa má rök fyrir því að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt og við núverandi efnahagsaðstæður að meta gaumgæfilega allar afleiðingar stórra ákvarðana, til að mynda á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í skýrslu um umhverfismál sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Þetta er í fyrsta sinn sem umhverfisráðherra kynnir slíka skýrslu en í henni er bent á að vægi umhverfismála hafi aukist mikið á liðnum árum. Með skýrslunni sé ætlunin að upplýsa Alþingi um starfið í umhverfisráðuneytinu og stefnumótun í málaflokknum. Ráðherra bendir á að samkvæmt stjórnarsáttmálanum einsetji ríkisstjórnin sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða í umhverfismálum og láti til sín taka í baráttu gegn mengun og sóun náttúruauðlinda. Sérstök áhersla sé lögð á að ná víðtækri sátt meðal landsmanna um verndun verðmætra náttúrusvæða og í því augnamiði sé unnið að rannsóknum á verndargildi einstakra svæða. Umhverfisráðherra bendir enn fremur á að hér á landi hafi verið mikil og hröð uppbygging á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar sem hafi haft mikil áhrif á umhverfi og samfélag. Núverandi efnahagslægð sé að hluta til afleiðing af ofþenslu á liðnum árum. Við núverandi efnahagsaðstæður heyrist hins vegar raddir um að slaka þurfi á kröfum um umhverfisvernd og góða grundun ákvarðana um framkvæmdir. „Þvert á móti má færa fyrir því rök að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt að meta gaumgæfilega allar líklegar afleiðingar stórra ákvarðana eins og nú," segir ráðherra. Hægt sé að byggja upp blómlegt samfélag án þess að fórna sérstæðum náttúruperlum og víðernum sem vart sé lengur að finna í öðrum ríkjum í vestanverðri Evrópu.„Ísland trónir nú efst á lista yfir þau ríki þar sem mest velsæld ríkir, skv. mælingu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ef við höfum ekki efni á að meta áhrif framkvæmda og stórra ákvarðana vel og gera umhverfisvernd hátt undir höfði er varla mikil von til þess að aðrir geti leyft sér að reyna að vinna af heilum hug að sjálfbærri þróun," segir ráðherra einnig. Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Færa má rök fyrir því að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt og við núverandi efnahagsaðstæður að meta gaumgæfilega allar afleiðingar stórra ákvarðana, til að mynda á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í skýrslu um umhverfismál sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Þetta er í fyrsta sinn sem umhverfisráðherra kynnir slíka skýrslu en í henni er bent á að vægi umhverfismála hafi aukist mikið á liðnum árum. Með skýrslunni sé ætlunin að upplýsa Alþingi um starfið í umhverfisráðuneytinu og stefnumótun í málaflokknum. Ráðherra bendir á að samkvæmt stjórnarsáttmálanum einsetji ríkisstjórnin sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða í umhverfismálum og láti til sín taka í baráttu gegn mengun og sóun náttúruauðlinda. Sérstök áhersla sé lögð á að ná víðtækri sátt meðal landsmanna um verndun verðmætra náttúrusvæða og í því augnamiði sé unnið að rannsóknum á verndargildi einstakra svæða. Umhverfisráðherra bendir enn fremur á að hér á landi hafi verið mikil og hröð uppbygging á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar sem hafi haft mikil áhrif á umhverfi og samfélag. Núverandi efnahagslægð sé að hluta til afleiðing af ofþenslu á liðnum árum. Við núverandi efnahagsaðstæður heyrist hins vegar raddir um að slaka þurfi á kröfum um umhverfisvernd og góða grundun ákvarðana um framkvæmdir. „Þvert á móti má færa fyrir því rök að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt að meta gaumgæfilega allar líklegar afleiðingar stórra ákvarðana eins og nú," segir ráðherra. Hægt sé að byggja upp blómlegt samfélag án þess að fórna sérstæðum náttúruperlum og víðernum sem vart sé lengur að finna í öðrum ríkjum í vestanverðri Evrópu.„Ísland trónir nú efst á lista yfir þau ríki þar sem mest velsæld ríkir, skv. mælingu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ef við höfum ekki efni á að meta áhrif framkvæmda og stórra ákvarðana vel og gera umhverfisvernd hátt undir höfði er varla mikil von til þess að aðrir geti leyft sér að reyna að vinna af heilum hug að sjálfbærri þróun," segir ráðherra einnig.
Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira