Formúlu-1 kappaksturinn um helgina fer fram á hinni frægu Silverstone-braut á Bretlandi. Þetta er í næstsíðasta sinn sem kappaksturinn fer fram þar.
Alþjóða akstursíþróttasambandið tilkynnti í dag að frá og með árinu 2010 færi breski kappaksturinn í Formúlunni fram á Donington Park brautinni.
Ekki tókst að fjármagna nauðsynlegar endurbætur á Silverstone og því var ákveðið að færa kappaksturinn.