Viðskipti innlent

Krónan féll um tvö prósent

Íslendingar hafa aldrei þurft að greiða jafn margar krónur fyrir erlendan gjaldeyri og í dag.
Íslendingar hafa aldrei þurft að greiða jafn margar krónur fyrir erlendan gjaldeyri og í dag.
Gengi krónunnar féll um tvö prósent í dag og endaði gengisvísitalan í 206.8 stigum. Krónan hefur aldrei nokkru sinni verið veikari í lok dags. Erlendir gjaldmiðlar hafa að sama skapi aldrei verið dýrari í krónum talið. Bandaríkjadalur kostar nú 112,7 krónur, ein evra stendur í 156,1 krónu, eitt breskt pund kostar 199 krónur íslenskar og ein dönsk 20,9 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×