Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf 27. maí 2008 10:17 Magnús Skúlason geðlæknir á Sogni. Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Læknirinn sem um ræðir er Magnús Skúlason, geðlæknir á Sogni. Hann var sviptur réttindum til að skrifa lyfseðla í fyrra eftir að upp komst að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi fíknilyfjum til fólks án þess að geta gefið upp tilbæra ástæðu fyrir því. Sigurður segir því að þeir lyfseðlar sem um ræðir hafi verið skrifaðir af læknum sem í góðri trú töldu að sjúklingar Magnúsar þyrftu á lyfjunum að halda, það geri málið enn flóknara í rannsókn. "Um er að ræða verulegt magn af amfetamíni og methylfentidati," segir Sigurður en bæði lyfin eru verulega ávanabindandi og þeir skammtar sem læknirinn lét ávísa taldir vera á um annað þúsund. Svo virðist sem Magnús hafi valið nöfn manna til að ávísa lyfjum á, án þess að þeir vissu af því, sem höfðu setið inni í fangelsi fyrr á ævinni og ekki þætti ótrúlegt að þeir þyrftu á slíkum lyfjum að halda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf hann þá skýringu eftir að hann var inntur eftir svörum við þessum gerðum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir hann. Maðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni. Landlæknir segir að þegar sé vitað um tvo menn sem fengu uppáskrifuð lyf að beiðni þessa sama læknis án þess að þau hefðu verið sótt eða notuð af þeim. Fleiri mál séu þó í skoðun hjá embættinu en enn sem komið er hefur málinu ekki verið vísað til lögreglu. "Það er sérstaklega hryggilegt að í þessum hópi manna sem hann hafði verið að ávísa lyfjum á án þeirra vitundar eru menn sem hafa lent í verulegum vanda um ævina en náð bót og betrun en standa enn höllum fæti í samfélaginu," segir Sigurður. Ekki er vitað hve lengi Magnús stundaði þessa iðju. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Læknirinn sem um ræðir er Magnús Skúlason, geðlæknir á Sogni. Hann var sviptur réttindum til að skrifa lyfseðla í fyrra eftir að upp komst að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi fíknilyfjum til fólks án þess að geta gefið upp tilbæra ástæðu fyrir því. Sigurður segir því að þeir lyfseðlar sem um ræðir hafi verið skrifaðir af læknum sem í góðri trú töldu að sjúklingar Magnúsar þyrftu á lyfjunum að halda, það geri málið enn flóknara í rannsókn. "Um er að ræða verulegt magn af amfetamíni og methylfentidati," segir Sigurður en bæði lyfin eru verulega ávanabindandi og þeir skammtar sem læknirinn lét ávísa taldir vera á um annað þúsund. Svo virðist sem Magnús hafi valið nöfn manna til að ávísa lyfjum á, án þess að þeir vissu af því, sem höfðu setið inni í fangelsi fyrr á ævinni og ekki þætti ótrúlegt að þeir þyrftu á slíkum lyfjum að halda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf hann þá skýringu eftir að hann var inntur eftir svörum við þessum gerðum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir hann. Maðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni. Landlæknir segir að þegar sé vitað um tvo menn sem fengu uppáskrifuð lyf að beiðni þessa sama læknis án þess að þau hefðu verið sótt eða notuð af þeim. Fleiri mál séu þó í skoðun hjá embættinu en enn sem komið er hefur málinu ekki verið vísað til lögreglu. "Það er sérstaklega hryggilegt að í þessum hópi manna sem hann hafði verið að ávísa lyfjum á án þeirra vitundar eru menn sem hafa lent í verulegum vanda um ævina en náð bót og betrun en standa enn höllum fæti í samfélaginu," segir Sigurður. Ekki er vitað hve lengi Magnús stundaði þessa iðju.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira