Markvörðurinn Oliver Kahn spilaði í kvöld sinn síðasta leik á ferlinum með Bayern Munchen þegar lið hans lagði lið Mohun Bagan 3-0 í æfingaleik í Kalkútta á Indlandi fyrir framan 120,000 manns.
Kahn var hylltur með gjöfum og kveðjum fyrir leikinn, en honum var skipt af velli á 55. mínútu. Þetta var jafnframt kveðjuleikur Ottmar Hitzfeld þjálfara.