Magnús geðlæknir: Segist ekki á leiðinni í meðferð 27. maí 2008 16:55 Magnús Skúlason Magnús Skúlason yfirgeðlæknir á Sogni segist ekki vera á leiðinni í meðferð eins og kom fram í fréttum Rúv í hádeginu. Í Fréttablaðinu í morgun er sagt frá því að landlæknisembættið sé með til rannsóknar mál þar sem Magnúsi er gert að sök að hafa ávísað ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirrar vitundar. Magnús vill lítið tjá sig um málið en segist vera að meta stöðuna og gera viðeigandi ráðstafanir. Í Fréttablaðinu segir Sigurður Guðmundsson landlæknir embættið líta málið sérlega alvarlegum augum. Þar kemur fram að um sé að ræða verulegt magn af amfetamíni og methylfentidati. „Mér var ráðlagt af mínum yfirmanni, Sigurði Guðmundssyni, að taka veikindaleyfi til uppbyggingar og endurnæringar. Það er ekkert meðferð í venjulegum skilningi þess orðs." Magnús er sagður hafa notað nöfn fyrrverandi fanga sem ekki þætti ótrúlegt að þyrftu á slíkum lyfjum að halda. Ávísaði hann lyfin á nöfnin án þeirra vitundar. Samvkæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Magnús þá skýringu á þessum gerðum sínum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. Í samtali við Vísi segist Magnús ekki kannast við þessar skýringar og þvertekur fyrir að hafa útvegað háttsettum mönnum umrædd lyf. Í fréttum Rúv var því haldið fram að Magnús hafi notað eitthvað af lyfjunum sjálfur. Hann vill ekki svara þeim ásökunum í samtali við Vísi. Að öðru leyti vildi Magnús lítið tjá sig um málið að svo stöddu og sagðist þurfa lengri tíma til þess að útskýra mál sitt. Það myndi hann jafnvel gera í ævisögu sinni sem von væri á einhvern daginn. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Magnús Skúlason yfirgeðlæknir á Sogni segist ekki vera á leiðinni í meðferð eins og kom fram í fréttum Rúv í hádeginu. Í Fréttablaðinu í morgun er sagt frá því að landlæknisembættið sé með til rannsóknar mál þar sem Magnúsi er gert að sök að hafa ávísað ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirrar vitundar. Magnús vill lítið tjá sig um málið en segist vera að meta stöðuna og gera viðeigandi ráðstafanir. Í Fréttablaðinu segir Sigurður Guðmundsson landlæknir embættið líta málið sérlega alvarlegum augum. Þar kemur fram að um sé að ræða verulegt magn af amfetamíni og methylfentidati. „Mér var ráðlagt af mínum yfirmanni, Sigurði Guðmundssyni, að taka veikindaleyfi til uppbyggingar og endurnæringar. Það er ekkert meðferð í venjulegum skilningi þess orðs." Magnús er sagður hafa notað nöfn fyrrverandi fanga sem ekki þætti ótrúlegt að þyrftu á slíkum lyfjum að halda. Ávísaði hann lyfin á nöfnin án þeirra vitundar. Samvkæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Magnús þá skýringu á þessum gerðum sínum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. Í samtali við Vísi segist Magnús ekki kannast við þessar skýringar og þvertekur fyrir að hafa útvegað háttsettum mönnum umrædd lyf. Í fréttum Rúv var því haldið fram að Magnús hafi notað eitthvað af lyfjunum sjálfur. Hann vill ekki svara þeim ásökunum í samtali við Vísi. Að öðru leyti vildi Magnús lítið tjá sig um málið að svo stöddu og sagðist þurfa lengri tíma til þess að útskýra mál sitt. Það myndi hann jafnvel gera í ævisögu sinni sem von væri á einhvern daginn.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira