Ómaklega að embættismönnum vegið Björn Bjarnason skrifar 28. september 2008 06:00 Hinn 1. janúar 2007 var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum stofnað og var Jóhann Benediktsson, sem hafði verið sýslumaður á Keflavíkurflugvelli síðan 1999, skipaður í embættið. Fram til 1. janúar 2007 starfaði Jóhann Benediktsson undir forræði utanríkisráðuneytis og hann var starfsmaður í utanríkisþjónustunni, þegar utanríkisráðherra skipaði hann sem sýslumann. Jóhann var eini sýslumaðurinn undir forræði utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytis og fór auk lögreglumála með stjórn tollamála og flugverndarmála í umboði utanríkisráðherra. Nánustu yfirmenn Jóhanns voru stjórnarerindrekar eða diplómatar, sem gegndu að jafnaði störfum hér á landi í nokkur ár, enda skylt að hlíta fyrirmælum um flutning milli landa. Breytt starfsumhverfiMeð flutningnum til dóms- og kirkjumálaráðuneytis breyttist allt starfsumhverfi Jóhanns. Hann féll inn í stjórnkerfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þar sem embætti ríkislögreglustjóra hefur skýru lögbundnu hlutverki að gegna sem milliliður með sérþekkingu milli ráðuneytis og einstakra lögregluembætta. Innan dóms- og kirkjumálaráðuneytis er mikil reynsla af lögreglustjórn, eftirliti með fjárhag og rekstri lögregluembætta auk alls þess, sem þarf að hafa í heiðri við löggæslu og framkvæmd hennar. Nú þegar Jóhann hefur beðist lausnar og veitir viðtöl af því tilefni, beinist gagnrýni hans að mér persónulega, ríkislögreglustjóra og nú síðast dómsmálaráðuneyti og jafnvel nafngreindum embættismönnum innan þess. Um persónuleg samskipti okkar Jóhanns ítreka ég, að í ráðherratíð minni hef ég lagt mig fram um að auðvelda honum vistaskiptin, meðal annars á löngum einkafundi á heimili mínu, skömmu eftir að ég kom af sjúkrahúsi vorið 2007. Jóhann má túlka þessi samskipti okkar á þann veg, sem honum þykir nú hæfa og sagt þau til marks um hroka eða að vera gamaldags. Ég mótmæli því hins vegar eindregið og afdráttarlaust, að vegið sé að starfsheiðri einstakra embættismanna, embætti ríkislögreglustjóra eða dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og hæfni þeirra, sem fara með yfirstjórn lögreglumála, á þann veg, sem Jóhann kýs að gera. Þessi embætti eða embættismenn eiga það alls ekki skilið og til þeirra ber ég fullt traust. Undir forræði ríkislögreglustjóraHaustið 2007 voru birtar niðurstöður í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Rúmlega átta forstöðumenn af hverjum tíu hjá sýslumannsembættum, löggæslu og fangelsum telja að dóms- og kirkjumálaráðuneytið svari erindum fljótt og vel. Ráðuneytið skorar þar með hæst allra ráðuneyta í þessum flokki í könnuninni. Af orðum fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum dreg ég þá ályktun, að hann hafi aldrei sætt sig við að hverfa frá því að vera eini lögreglustjórinn á forræði utanríkisráðuneytis og þurfa að sætta sig við reglur, fjármála- og starfsaga á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, þar sem hann varð einn 15 lögreglustjóra frá 1. janúar 2007 og ótvírætt undir lögbundnu forræði ríkislögreglustjóra. Þegar ég ákveð að auglýsa embætti lögreglustjórans og vísa, þegar eftir skýringum var leitað hjá mér, til þeirra breytinga, sem orðið hafa á embættinu og meðal annars á launakjörum embættismannsins, eftir að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt vorið 2008, tekur Jóhann þann kost að segja embættinu lausu frá 1. október 2008. Að hann skuli gera það með því að hreyta ónotum í samstarfsmenn sína hjá embætti ríkislögreglustjóra og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er með öllu ómaklegt. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Hinn 1. janúar 2007 var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum stofnað og var Jóhann Benediktsson, sem hafði verið sýslumaður á Keflavíkurflugvelli síðan 1999, skipaður í embættið. Fram til 1. janúar 2007 starfaði Jóhann Benediktsson undir forræði utanríkisráðuneytis og hann var starfsmaður í utanríkisþjónustunni, þegar utanríkisráðherra skipaði hann sem sýslumann. Jóhann var eini sýslumaðurinn undir forræði utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytis og fór auk lögreglumála með stjórn tollamála og flugverndarmála í umboði utanríkisráðherra. Nánustu yfirmenn Jóhanns voru stjórnarerindrekar eða diplómatar, sem gegndu að jafnaði störfum hér á landi í nokkur ár, enda skylt að hlíta fyrirmælum um flutning milli landa. Breytt starfsumhverfiMeð flutningnum til dóms- og kirkjumálaráðuneytis breyttist allt starfsumhverfi Jóhanns. Hann féll inn í stjórnkerfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þar sem embætti ríkislögreglustjóra hefur skýru lögbundnu hlutverki að gegna sem milliliður með sérþekkingu milli ráðuneytis og einstakra lögregluembætta. Innan dóms- og kirkjumálaráðuneytis er mikil reynsla af lögreglustjórn, eftirliti með fjárhag og rekstri lögregluembætta auk alls þess, sem þarf að hafa í heiðri við löggæslu og framkvæmd hennar. Nú þegar Jóhann hefur beðist lausnar og veitir viðtöl af því tilefni, beinist gagnrýni hans að mér persónulega, ríkislögreglustjóra og nú síðast dómsmálaráðuneyti og jafnvel nafngreindum embættismönnum innan þess. Um persónuleg samskipti okkar Jóhanns ítreka ég, að í ráðherratíð minni hef ég lagt mig fram um að auðvelda honum vistaskiptin, meðal annars á löngum einkafundi á heimili mínu, skömmu eftir að ég kom af sjúkrahúsi vorið 2007. Jóhann má túlka þessi samskipti okkar á þann veg, sem honum þykir nú hæfa og sagt þau til marks um hroka eða að vera gamaldags. Ég mótmæli því hins vegar eindregið og afdráttarlaust, að vegið sé að starfsheiðri einstakra embættismanna, embætti ríkislögreglustjóra eða dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og hæfni þeirra, sem fara með yfirstjórn lögreglumála, á þann veg, sem Jóhann kýs að gera. Þessi embætti eða embættismenn eiga það alls ekki skilið og til þeirra ber ég fullt traust. Undir forræði ríkislögreglustjóraHaustið 2007 voru birtar niðurstöður í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Rúmlega átta forstöðumenn af hverjum tíu hjá sýslumannsembættum, löggæslu og fangelsum telja að dóms- og kirkjumálaráðuneytið svari erindum fljótt og vel. Ráðuneytið skorar þar með hæst allra ráðuneyta í þessum flokki í könnuninni. Af orðum fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum dreg ég þá ályktun, að hann hafi aldrei sætt sig við að hverfa frá því að vera eini lögreglustjórinn á forræði utanríkisráðuneytis og þurfa að sætta sig við reglur, fjármála- og starfsaga á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, þar sem hann varð einn 15 lögreglustjóra frá 1. janúar 2007 og ótvírætt undir lögbundnu forræði ríkislögreglustjóra. Þegar ég ákveð að auglýsa embætti lögreglustjórans og vísa, þegar eftir skýringum var leitað hjá mér, til þeirra breytinga, sem orðið hafa á embættinu og meðal annars á launakjörum embættismannsins, eftir að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt vorið 2008, tekur Jóhann þann kost að segja embættinu lausu frá 1. október 2008. Að hann skuli gera það með því að hreyta ónotum í samstarfsmenn sína hjá embætti ríkislögreglustjóra og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er með öllu ómaklegt. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun