Konur, kór og kontrabassi 24. október 2008 09:00 Kristján ásamt Önnu Þorvaldsdóttur tónskáldi en hún á einmitt verk á tónleikunum á morgun. Fréttablaðið/GVA Kristján Sigurleifsson bassaleikari stendur fyrir allsérstæðum tónleikum í hádeginu á morgun. Þá kemur hann fram ásamt kammerkórnum Hljómeyki og flytur þrjú ný verk eftir íslensk kventónskáld. Tónskáldin sem um ræðir eru þær Hildigunnur Halldórsdóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Þóra Marteinsdóttir. Kristján er þó heilinn á bak við tónleikana enda segist hann lengi hafa haft áhuga á því að flytja tónlist fyrir kontrabassa og kór. „Kontrabassinn er þannig hljóðfæri að hljómur hans berst ekkert sérstaklega vel. Það er því lítið vit í að semja og flytja verk fyrir kontrabassa og hljómsveit vegna þess að hin hljóðfærin myndu einfaldlega yfirgnæfa bassann. En ég hef alltaf séð fyrir mér að kór væri mikið hentugri meðleikari fyrir kontrabassa þar sem röddin er svo mjúkt hljóðfæri. Ástæðan fyrir því að ég fékk kventónskáld til þess að semja verkin er svo sú að mér hefur alltaf þótt íslensk kventónskáld semja afar hljómræna og fallega tónlist fyrir kóra; kannski er það vegna þess að þær hafa margar verið í kór sjálfar." Enn sem komið er hafa aðeins ofangreindu tónskáldin þrjú tekið þátt í verkefninu með Kristjáni, en hann vill gjarnan bæta fleirum við. „Draumurinn hjá mér er að fara lengra með þessa hugmynd; ég vil endilega fá kventónskáld til að semja tvö til þrjú verk til viðbótar og stefni að því að taka þau svo upp síðar meir. En þetta er langtímaverkefni, þannig að ég veit ekki hvenær af þessu verður." Á tónleikunum á morgun flytur Hljómeyki að auki eitt verk eftir Ríkharð Örn Pálsson. Tónleikarnir fara fram í tónleikasalnum Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast kl. 12 á hádegi. Mest lesið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kristján Sigurleifsson bassaleikari stendur fyrir allsérstæðum tónleikum í hádeginu á morgun. Þá kemur hann fram ásamt kammerkórnum Hljómeyki og flytur þrjú ný verk eftir íslensk kventónskáld. Tónskáldin sem um ræðir eru þær Hildigunnur Halldórsdóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Þóra Marteinsdóttir. Kristján er þó heilinn á bak við tónleikana enda segist hann lengi hafa haft áhuga á því að flytja tónlist fyrir kontrabassa og kór. „Kontrabassinn er þannig hljóðfæri að hljómur hans berst ekkert sérstaklega vel. Það er því lítið vit í að semja og flytja verk fyrir kontrabassa og hljómsveit vegna þess að hin hljóðfærin myndu einfaldlega yfirgnæfa bassann. En ég hef alltaf séð fyrir mér að kór væri mikið hentugri meðleikari fyrir kontrabassa þar sem röddin er svo mjúkt hljóðfæri. Ástæðan fyrir því að ég fékk kventónskáld til þess að semja verkin er svo sú að mér hefur alltaf þótt íslensk kventónskáld semja afar hljómræna og fallega tónlist fyrir kóra; kannski er það vegna þess að þær hafa margar verið í kór sjálfar." Enn sem komið er hafa aðeins ofangreindu tónskáldin þrjú tekið þátt í verkefninu með Kristjáni, en hann vill gjarnan bæta fleirum við. „Draumurinn hjá mér er að fara lengra með þessa hugmynd; ég vil endilega fá kventónskáld til að semja tvö til þrjú verk til viðbótar og stefni að því að taka þau svo upp síðar meir. En þetta er langtímaverkefni, þannig að ég veit ekki hvenær af þessu verður." Á tónleikunum á morgun flytur Hljómeyki að auki eitt verk eftir Ríkharð Örn Pálsson. Tónleikarnir fara fram í tónleikasalnum Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast kl. 12 á hádegi.
Mest lesið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira