Með stefnuleysi er vandanum viðhaldið 6. ágúst 2008 00:01 Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kveðst deila sumum þeim áhyggjum sem Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson, samþingmenn hans úr Sjálfstæðisflokki, hafa af þróun efnahagsmála hér. Hann segir ljóst að leita þurfi samstarfs við Evrópusambandið í gjaldmiðilsmálum. Markaðurinn/GVA Gott er að fá yfir sumartímann ráðrúm til að meta aðstæður og velta fyrir sér hvert stefnir í efnahagsmálum, að mati Árna Páls Árnasonar þingmanns. Hann segir hins vegar ljóst að í haust hljóti að vera tími aðgerða og skýrrar stefnumörkunar á sviði stjórnmálanna. „Ég get tekið undir margt sem fram kom í viðtali Markaðarins við þingmennina Illuga Gunnarsson og Bjarna Benediktsson í nýliðnum mánuði og deili sumum áhyggjum þeirra. Um leið er ég sammála því sem Þórarinn V. Þórarinsson [lögfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins] og Ari Skúlason [hagfræðingur sem áður var hjá Alþýðusambandinu] sögðu í síðasta blaði um að nú þurfi pólitíska leiðsögn um hvert skuli halda," segir Árni Páll. Þjóðin stendur ekki frammi fyrir almennri krísu í efnahagslífinu og innviðir atvinnulífsins eru almennt sterkir, að mati Árna Páls. „Höfuðvandinn lýtur að lausafjárkreppunni og hvernig hún leggst þyngra á okkur en önnur ríki." Ástandinu segir hann mega líkja við inflúensu, sem þyngst leggist á þá sem veikir séu fyrir. „Hér hafa verið veikleikar, svo sem sú staðreynd að bankakerfið er margfalt stærra en geta Seðlabankans til að verja það. Þetta höfum við vitað árum saman, en ekki hafst að meðan vel áraði. Núna þegar á bjátar erum við hins vegar berskjölduð fyrir afleiðingunum."Stjórnarsáttmálasjálfstýringin gengur ekki í fjögur árÁrni Páll ÁrnasonLausnir til lengri tíma segir Árni Páll þurfa að miða að því að draga úr áhrifum lausafjárkreppunnar, en það verði best gert með mörkun skýrrar stefnu sem auki tiltrú á íslenskt efnahagslíf, jafnt innan lands sem utan og skapa þannig forsendur fyrir hraðri lækkun stýrivaxta. „Margir telja ekki hægt að horfa til langtímastefnumörkunar nú vegna þess að við þurfum að komast út úr þessum öldudal. En til að komast út úr öldudalnum þurfum við að skýra hvert við stefnum. Seðlabankinn mun eiga mjög óhægt um vik að lækka vexti á meðan að óvissa ríkir um langtímastefnu á sviði peningamála. Ég held að það sé mjög óraunsætt að ætla að við komumst út úr þessum aðstæðum án þess að segja hvert við ætlum til lengri tíma." Verði það ekki gert óttast Árni Páll að haldið verði við óvissuástandi, með tilheyrandi vantrú á Seðlabankann og peningamálastefnu þjóðarinnar. „Hvernig í ósköpunum eiga útlendingar að hafa tiltrú á peningamálastefnunni ef við erum sjálf búin að tilkynna að við ætlum í endurskoðun á henni, en erum ekki byrjuð á þeirri endurskoðun og gefum engar vísbendingar um hvert við ætlum að stefna til lengri tíma litið? Það eru engir útlendingar nógu vitlausir til að trúa einhverju sem við trúum ekki sjálf," segir hann.Langtímastefnumörkun er, að mati Árna Páls, vegvísirinn út úr þeim brimskafli sem nú er við að etja í efnahagsmálum. Telur hann þar komið að grundvallarspurningunni um hvort ríkisstjórnin geti tekist á við nýjar aðstæður. „Hér höfum við byggt á þeirri hefð að meirihlutastjórnir taka einfaldlega á þeim vandamálum sem upp koma á kjörtímabilinu og leysa þau. Í sumum löndum er stjórnarumgjörð veikari og menn telja sig stundum þurfa að sækja umboð til þjóðarinnar til að takast á við nýjar aðstæður. Af hálfu Samfylkingarinnar er að minnsta kosti ekkert sem stendur í vegi fyrir því að takast á við þessar aðstæður. Við vöruðum við þeim og bentum á lausnir fyrir síðustu kosningar," segir hann og kveðst ekki vantreysta meðstjórnarflokknum í þessum efnum. „Það hefur verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að rísa undir því að takast á við nýjar aðstæður, hvaða skoðanir sem við sem ekki erum sjálfstæðismenn höfum haft á þeim aðgerðum. Oft hefur það verið gert með aðdáunarverðum hraða og sé ég því ekkert til fyrirstöðu að ríkisstjórnin takist nú á við þetta úrlausnarefni, rétt eins og önnur. Menn geta ekki bara búið til stjórnarsáttmála og sett svo á sjálfstýringu í fjögur ár," segir hann og bendir á að sitjandi ríkisstjórn hafi rúman meirihluta og því alla burði til að takast á við erfið mál.Engin þjóð hefur sótt um Evrópusambandsaðild í uppsveiflu„Ég held við getum ekki ýtt því undan okkur mikið lengur að segja hvert við stefnum til lengri tíma og tel kostina í raun bara vera tvo." Árni Páll segir annan möguleikann að reyna að búa krónunni umgjörð sem haldi til langframa. „Veljum við þann kost er mjög óvíst um árangur. Líkt og Bjarni Benediktsson benti á í Markaðnum er ekkert sem bendir til þess að ávinningurinn af því að halda úti krónunni vegi upp á móti tjóninu sem af henni er. En ef við ætlum þessa leið verðum við að marka nýja umgjörð um peningamálastefnuna nú þegar. Strax í þingbyrjun þarf þá að breyta lögum um Seðlabankann og styrkja stofnanastrúktúrinn í kringum mörkun peningamálastefnunnar, svo sem með því að setja á fót peningamálaráð líkt því sem tíðkast hjá þeim Seðlabönkum sem framast standa, með aðkomu bestu hagfræðinga sem völ er á. Jafnframt þarf þá að skýra stjórnunarlega ábyrgð í Seðlabankanum og hafa einn bankastjóra sem sætir ábyrgð ef framkvæmd peningamálastefnunnar stenst ekki viðmið. Við þurfum þá líka að setja okkur markmið um stöðugleika, þá væntanlega Maastricht-skilyrðin, og beita harðari peningamálastefnu og aðhaldssamari stefnu í ríkisfjármálum en önnur ríki með stöðugri gjaldmiðil geta leyft sér. Árangurinn er hins vegar óljós og kostnaður kann að verða gríðarlegur," segir hann. Miðað við það álag sem verið hefur á lántökur ríkisins og kostnað bankanna af gengisvörnum, telur Árni Páll að árlegur kostnaður ríkis og banka við gengisvarnir nú geti verið í kringum hundrað milljarða króna, sem bætist við þá 70 milljarða sem hingað til hefur verið talið að það kosti okkur að halda úti gjaldmiðlinum. „Það er þá eins gott að menn séu vissir um árangur af því að reka þessa krónu."Hinn valkostinn segir Árni Páll að marka mjög fljótt þá stefnu að fara inn í gjaldmiðilssamstarf. „Ef það er trúaratriði fyrir einhverja að vilja fremur vera hornkerling og ráða engu í slíku samstarfi, þá getum við svo sem eytt einhverjum vikum í að kanna hvort pólitískur vilji er innan ESB fyrir lausn í ætt við þá sem Björn Bjarnason hefur stungið upp á." Árni er þó vantrúaður á þá leið, enda myndi í henni felast að Ísland fengi frekari réttindi og meira svigrúm en mörg ríki sem þegar væru orðnir aðilar. „Það þarf hins vegar að liggja fyrir að ef þessi leið reynist ófær verði fundnar aðrar leiðir til að bindast evrópsku gjaldmiðlasamstarfi. Það væri þá upptaka evrunnar með þeim hætti sem reglur Evrópusambandsins kveða á um," segir hann og vísar á bug vangaveltum um að ekki sé hægt að sækja um aðild á tímum veikleika í efnahagslífinu. „Ég held ekki að nokkur þjóð hafi sótt um aðild í uppsveiflu. Allar held ég hafi sótt um til að auka stöðugleika og bæta efnahagslega stöðu. Ef það er eitthvað sem Evrópusambandið gerir vel, þá er það að skapa grunn fyrir efnahagslegan stöðugleika."Ákvörðun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er mikilvægur þáttur í að endurheimta stöðugleika. Hún hefur þann ótvíræða kost að skapa fyrirsjáanleika og auðveldar þar með Seðlabankanum hraðari lækkun stýrivaxta í kjölfarið. „Fljótlega í aðildarferlinu komumst við inn í ERM-II gengissamstarfið og fáum þar með möguleika á stuðningi frá Evrópusambandinu til að verjast gengisóstöðugleika. Þar með væri kominn aukinn stuðningur við fjármálakerfið og bankana, þannig að löngu áður en við værum búin að taka upp evruna værum við komin með þá fjármálalegu umgjörð sem þarf til að treysta við efnahagslegan stöðugleika."Árni Páll segir tíma til kominn að íslenskt atvinnulíf og heimili geti gert langtímaáætlanir og reiknað með eðlilegum vöxtum og sjálfbærum, hóflegum hagvexti. „Þessi séríslenska aðferð að demba ítrekað kjaraskerðingu á saklaust fólk til að rétta af veikleika í efnahagstjórninni á að heyra sögunni til. Íslenskur almenningur er nú skuldsettari en nokkru sinni fyrr og þolir ekki þennan séríslenska „sveigjanleika" lengur." Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Gott er að fá yfir sumartímann ráðrúm til að meta aðstæður og velta fyrir sér hvert stefnir í efnahagsmálum, að mati Árna Páls Árnasonar þingmanns. Hann segir hins vegar ljóst að í haust hljóti að vera tími aðgerða og skýrrar stefnumörkunar á sviði stjórnmálanna. „Ég get tekið undir margt sem fram kom í viðtali Markaðarins við þingmennina Illuga Gunnarsson og Bjarna Benediktsson í nýliðnum mánuði og deili sumum áhyggjum þeirra. Um leið er ég sammála því sem Þórarinn V. Þórarinsson [lögfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins] og Ari Skúlason [hagfræðingur sem áður var hjá Alþýðusambandinu] sögðu í síðasta blaði um að nú þurfi pólitíska leiðsögn um hvert skuli halda," segir Árni Páll. Þjóðin stendur ekki frammi fyrir almennri krísu í efnahagslífinu og innviðir atvinnulífsins eru almennt sterkir, að mati Árna Páls. „Höfuðvandinn lýtur að lausafjárkreppunni og hvernig hún leggst þyngra á okkur en önnur ríki." Ástandinu segir hann mega líkja við inflúensu, sem þyngst leggist á þá sem veikir séu fyrir. „Hér hafa verið veikleikar, svo sem sú staðreynd að bankakerfið er margfalt stærra en geta Seðlabankans til að verja það. Þetta höfum við vitað árum saman, en ekki hafst að meðan vel áraði. Núna þegar á bjátar erum við hins vegar berskjölduð fyrir afleiðingunum."Stjórnarsáttmálasjálfstýringin gengur ekki í fjögur árÁrni Páll ÁrnasonLausnir til lengri tíma segir Árni Páll þurfa að miða að því að draga úr áhrifum lausafjárkreppunnar, en það verði best gert með mörkun skýrrar stefnu sem auki tiltrú á íslenskt efnahagslíf, jafnt innan lands sem utan og skapa þannig forsendur fyrir hraðri lækkun stýrivaxta. „Margir telja ekki hægt að horfa til langtímastefnumörkunar nú vegna þess að við þurfum að komast út úr þessum öldudal. En til að komast út úr öldudalnum þurfum við að skýra hvert við stefnum. Seðlabankinn mun eiga mjög óhægt um vik að lækka vexti á meðan að óvissa ríkir um langtímastefnu á sviði peningamála. Ég held að það sé mjög óraunsætt að ætla að við komumst út úr þessum aðstæðum án þess að segja hvert við ætlum til lengri tíma." Verði það ekki gert óttast Árni Páll að haldið verði við óvissuástandi, með tilheyrandi vantrú á Seðlabankann og peningamálastefnu þjóðarinnar. „Hvernig í ósköpunum eiga útlendingar að hafa tiltrú á peningamálastefnunni ef við erum sjálf búin að tilkynna að við ætlum í endurskoðun á henni, en erum ekki byrjuð á þeirri endurskoðun og gefum engar vísbendingar um hvert við ætlum að stefna til lengri tíma litið? Það eru engir útlendingar nógu vitlausir til að trúa einhverju sem við trúum ekki sjálf," segir hann.Langtímastefnumörkun er, að mati Árna Páls, vegvísirinn út úr þeim brimskafli sem nú er við að etja í efnahagsmálum. Telur hann þar komið að grundvallarspurningunni um hvort ríkisstjórnin geti tekist á við nýjar aðstæður. „Hér höfum við byggt á þeirri hefð að meirihlutastjórnir taka einfaldlega á þeim vandamálum sem upp koma á kjörtímabilinu og leysa þau. Í sumum löndum er stjórnarumgjörð veikari og menn telja sig stundum þurfa að sækja umboð til þjóðarinnar til að takast á við nýjar aðstæður. Af hálfu Samfylkingarinnar er að minnsta kosti ekkert sem stendur í vegi fyrir því að takast á við þessar aðstæður. Við vöruðum við þeim og bentum á lausnir fyrir síðustu kosningar," segir hann og kveðst ekki vantreysta meðstjórnarflokknum í þessum efnum. „Það hefur verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að rísa undir því að takast á við nýjar aðstæður, hvaða skoðanir sem við sem ekki erum sjálfstæðismenn höfum haft á þeim aðgerðum. Oft hefur það verið gert með aðdáunarverðum hraða og sé ég því ekkert til fyrirstöðu að ríkisstjórnin takist nú á við þetta úrlausnarefni, rétt eins og önnur. Menn geta ekki bara búið til stjórnarsáttmála og sett svo á sjálfstýringu í fjögur ár," segir hann og bendir á að sitjandi ríkisstjórn hafi rúman meirihluta og því alla burði til að takast á við erfið mál.Engin þjóð hefur sótt um Evrópusambandsaðild í uppsveiflu„Ég held við getum ekki ýtt því undan okkur mikið lengur að segja hvert við stefnum til lengri tíma og tel kostina í raun bara vera tvo." Árni Páll segir annan möguleikann að reyna að búa krónunni umgjörð sem haldi til langframa. „Veljum við þann kost er mjög óvíst um árangur. Líkt og Bjarni Benediktsson benti á í Markaðnum er ekkert sem bendir til þess að ávinningurinn af því að halda úti krónunni vegi upp á móti tjóninu sem af henni er. En ef við ætlum þessa leið verðum við að marka nýja umgjörð um peningamálastefnuna nú þegar. Strax í þingbyrjun þarf þá að breyta lögum um Seðlabankann og styrkja stofnanastrúktúrinn í kringum mörkun peningamálastefnunnar, svo sem með því að setja á fót peningamálaráð líkt því sem tíðkast hjá þeim Seðlabönkum sem framast standa, með aðkomu bestu hagfræðinga sem völ er á. Jafnframt þarf þá að skýra stjórnunarlega ábyrgð í Seðlabankanum og hafa einn bankastjóra sem sætir ábyrgð ef framkvæmd peningamálastefnunnar stenst ekki viðmið. Við þurfum þá líka að setja okkur markmið um stöðugleika, þá væntanlega Maastricht-skilyrðin, og beita harðari peningamálastefnu og aðhaldssamari stefnu í ríkisfjármálum en önnur ríki með stöðugri gjaldmiðil geta leyft sér. Árangurinn er hins vegar óljós og kostnaður kann að verða gríðarlegur," segir hann. Miðað við það álag sem verið hefur á lántökur ríkisins og kostnað bankanna af gengisvörnum, telur Árni Páll að árlegur kostnaður ríkis og banka við gengisvarnir nú geti verið í kringum hundrað milljarða króna, sem bætist við þá 70 milljarða sem hingað til hefur verið talið að það kosti okkur að halda úti gjaldmiðlinum. „Það er þá eins gott að menn séu vissir um árangur af því að reka þessa krónu."Hinn valkostinn segir Árni Páll að marka mjög fljótt þá stefnu að fara inn í gjaldmiðilssamstarf. „Ef það er trúaratriði fyrir einhverja að vilja fremur vera hornkerling og ráða engu í slíku samstarfi, þá getum við svo sem eytt einhverjum vikum í að kanna hvort pólitískur vilji er innan ESB fyrir lausn í ætt við þá sem Björn Bjarnason hefur stungið upp á." Árni er þó vantrúaður á þá leið, enda myndi í henni felast að Ísland fengi frekari réttindi og meira svigrúm en mörg ríki sem þegar væru orðnir aðilar. „Það þarf hins vegar að liggja fyrir að ef þessi leið reynist ófær verði fundnar aðrar leiðir til að bindast evrópsku gjaldmiðlasamstarfi. Það væri þá upptaka evrunnar með þeim hætti sem reglur Evrópusambandsins kveða á um," segir hann og vísar á bug vangaveltum um að ekki sé hægt að sækja um aðild á tímum veikleika í efnahagslífinu. „Ég held ekki að nokkur þjóð hafi sótt um aðild í uppsveiflu. Allar held ég hafi sótt um til að auka stöðugleika og bæta efnahagslega stöðu. Ef það er eitthvað sem Evrópusambandið gerir vel, þá er það að skapa grunn fyrir efnahagslegan stöðugleika."Ákvörðun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er mikilvægur þáttur í að endurheimta stöðugleika. Hún hefur þann ótvíræða kost að skapa fyrirsjáanleika og auðveldar þar með Seðlabankanum hraðari lækkun stýrivaxta í kjölfarið. „Fljótlega í aðildarferlinu komumst við inn í ERM-II gengissamstarfið og fáum þar með möguleika á stuðningi frá Evrópusambandinu til að verjast gengisóstöðugleika. Þar með væri kominn aukinn stuðningur við fjármálakerfið og bankana, þannig að löngu áður en við værum búin að taka upp evruna værum við komin með þá fjármálalegu umgjörð sem þarf til að treysta við efnahagslegan stöðugleika."Árni Páll segir tíma til kominn að íslenskt atvinnulíf og heimili geti gert langtímaáætlanir og reiknað með eðlilegum vöxtum og sjálfbærum, hóflegum hagvexti. „Þessi séríslenska aðferð að demba ítrekað kjaraskerðingu á saklaust fólk til að rétta af veikleika í efnahagstjórninni á að heyra sögunni til. Íslenskur almenningur er nú skuldsettari en nokkru sinni fyrr og þolir ekki þennan séríslenska „sveigjanleika" lengur."
Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira