„Ég er enginn kynþáttahatari“ Breki Logason skrifar 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór Hafsteinsson „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sakaði Magnús um kynþáttahatur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Magnús ætlar ekki að sitja undir þessum ásökunum og hyggst hafa samband við lögmann. Björk sagði að í ljósi þess að Magnúsi hefur komið til Palestínu og kynnt sér málefni flóttafólks gæti hann ekki brugðið fyrir sig fáfræði. „Því hljóta þetta að vera aðrar hvatir," sagði Björk og var spurði í kjölfarið hvort hún ætti við kynþáttahatur. „Já,já það er bara kynþáttahatur." Aðdragandi þessara orða Bjarkar snerta hugsanlega komu 50 flóttamanna frá Palestínu hingað til lands en biðlað var til Akranesbæjar að taka á móti þeim. Magnús hefur sett spurningarmeki við komu þessara flóttamanna enda sé velferðarkerfið á Akranesi nú þegar útþanið. „Mér þætti vænt um að heyra rök fyrir þessum orðum hennar og ætla að hafa samband við lögmann vegna þeirra. Ég ætla ekkert að sitja undir því að annar stjórnmálamaður kalli mig kynþáttahatara," segir Magnús sem er til í að skoða fjárstuðning frá sveitarfélaginu á alþjóðavettvangi. „Ég er einnig til í að skoða það að taka á móti flóttamönnum en undirbúningstíminn verður að vera miklu lengri." Björk sagði einnig í morgun að Magnús væri að vinna gegn stefnu Frjálslyndaflokksins þar sem í henni kæmi fram að það eigi að taka á móti flóttafólki. Magnús segir þetta rangt hjá borgarfulltrúanum. Hann segir að í stefnu flokksins segi að Ísland eigi ekki að skorast undan málefnum flóttafólks og bendir á að stuðningur á erlendum vettvangi falli undir það. „Í dag eru fimm milljónir palestínskra flóttamanna í heiminum og það er verið að tala um að eyða 150 milljónum í 50 einstaklinga. Það er hægt að gera svo miklu meira fyrir þessa peninga í flóttamannabúðum t.d á Gaza, Líbanon og fleiri stöðum." Magnús segir móttöku flóttamanna kalla á mikinn undirbúning en nú sé verið að biðja sveitarfélagið að svara því hvort þeir geti tekið á móti fyrri hópnum nú í sumar og þeim seinni að ári liðnu. „Velferðarkerfið á Akranesi er þanið til hins ítrasta í dag. Það eru 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Samfylkingin í Reykjavík eða Ríkisstjórnin vita ekki hvernig staðan er í sveitarfélaginu, það vitum við hinsvegar best sjálf." Hægt er að hlusta á viðtalið við Björk Vilhelmsdóttur Í bítinu hér. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sakaði Magnús um kynþáttahatur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Magnús ætlar ekki að sitja undir þessum ásökunum og hyggst hafa samband við lögmann. Björk sagði að í ljósi þess að Magnúsi hefur komið til Palestínu og kynnt sér málefni flóttafólks gæti hann ekki brugðið fyrir sig fáfræði. „Því hljóta þetta að vera aðrar hvatir," sagði Björk og var spurði í kjölfarið hvort hún ætti við kynþáttahatur. „Já,já það er bara kynþáttahatur." Aðdragandi þessara orða Bjarkar snerta hugsanlega komu 50 flóttamanna frá Palestínu hingað til lands en biðlað var til Akranesbæjar að taka á móti þeim. Magnús hefur sett spurningarmeki við komu þessara flóttamanna enda sé velferðarkerfið á Akranesi nú þegar útþanið. „Mér þætti vænt um að heyra rök fyrir þessum orðum hennar og ætla að hafa samband við lögmann vegna þeirra. Ég ætla ekkert að sitja undir því að annar stjórnmálamaður kalli mig kynþáttahatara," segir Magnús sem er til í að skoða fjárstuðning frá sveitarfélaginu á alþjóðavettvangi. „Ég er einnig til í að skoða það að taka á móti flóttamönnum en undirbúningstíminn verður að vera miklu lengri." Björk sagði einnig í morgun að Magnús væri að vinna gegn stefnu Frjálslyndaflokksins þar sem í henni kæmi fram að það eigi að taka á móti flóttafólki. Magnús segir þetta rangt hjá borgarfulltrúanum. Hann segir að í stefnu flokksins segi að Ísland eigi ekki að skorast undan málefnum flóttafólks og bendir á að stuðningur á erlendum vettvangi falli undir það. „Í dag eru fimm milljónir palestínskra flóttamanna í heiminum og það er verið að tala um að eyða 150 milljónum í 50 einstaklinga. Það er hægt að gera svo miklu meira fyrir þessa peninga í flóttamannabúðum t.d á Gaza, Líbanon og fleiri stöðum." Magnús segir móttöku flóttamanna kalla á mikinn undirbúning en nú sé verið að biðja sveitarfélagið að svara því hvort þeir geti tekið á móti fyrri hópnum nú í sumar og þeim seinni að ári liðnu. „Velferðarkerfið á Akranesi er þanið til hins ítrasta í dag. Það eru 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Samfylkingin í Reykjavík eða Ríkisstjórnin vita ekki hvernig staðan er í sveitarfélaginu, það vitum við hinsvegar best sjálf." Hægt er að hlusta á viðtalið við Björk Vilhelmsdóttur Í bítinu hér.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira