Pólstjörnufangar kröfðu samfanga um verndartolla 3. september 2008 00:01 Fangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga. Fyrri líkamsárásin var í lok mars. Þá komu fjórir fangar inn í söluturn í fangelsinu þar sem fyrir var einn fangi. Hann vissi svo ekki fyrr en hann fékk sting í aðra rasskinnina. Þegar hann fór að huga betur að varð hann var við að í rasskinninni stóð útskurðarsporjárn sem einn mannanna fjögurra hafði stungið í hann. Fanginn var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárinu. Hann var síðan fluttur til áframhaldandi afplánunar í öðru fangelsi, þar sem hann dvelur nú. Hinir fjórir voru aðskildir og yfirheyrðir sem sakborningar. Síðari árásin átti sér stað á fimmtudagsmorgun, í kennslustofu á Litla-Hrauni. Kennarinn þurfti að bregða sér frá örskamma stund. Þrír fangar notuðu tækifærið og réðust á samfanga sinn. Þeir létu högg og spörk dynja á honum þar sem hann lá á gólfinu. Meðal annars þurfti að sauma áverka á andliti hans, auk þess sem hann var blár og bólginn. Þá hafa borist kvartanir vegna þessara sömu manna þess efnis að þeir hafi krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fangelsismálayfirvöld hafa gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi geti endurtekið sig. Lögreglan á Selfossi hefur fengið bæði líkamsárásarmálin til rannsóknar. Rannsókn stungumálsins er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Vegna síðari líkamsárásarinnar hefur lögregla yfirheyrt þrettán fanga, eða alla þá sem voru í skólastofunni. Unnið er að rannsókn málsins af fullum krafti, en fangarnir þrír sem grunaðir eru um verknaðinn hafa neitað sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.- jss Pólstjörnumálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Fangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga. Fyrri líkamsárásin var í lok mars. Þá komu fjórir fangar inn í söluturn í fangelsinu þar sem fyrir var einn fangi. Hann vissi svo ekki fyrr en hann fékk sting í aðra rasskinnina. Þegar hann fór að huga betur að varð hann var við að í rasskinninni stóð útskurðarsporjárn sem einn mannanna fjögurra hafði stungið í hann. Fanginn var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárinu. Hann var síðan fluttur til áframhaldandi afplánunar í öðru fangelsi, þar sem hann dvelur nú. Hinir fjórir voru aðskildir og yfirheyrðir sem sakborningar. Síðari árásin átti sér stað á fimmtudagsmorgun, í kennslustofu á Litla-Hrauni. Kennarinn þurfti að bregða sér frá örskamma stund. Þrír fangar notuðu tækifærið og réðust á samfanga sinn. Þeir létu högg og spörk dynja á honum þar sem hann lá á gólfinu. Meðal annars þurfti að sauma áverka á andliti hans, auk þess sem hann var blár og bólginn. Þá hafa borist kvartanir vegna þessara sömu manna þess efnis að þeir hafi krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fangelsismálayfirvöld hafa gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi geti endurtekið sig. Lögreglan á Selfossi hefur fengið bæði líkamsárásarmálin til rannsóknar. Rannsókn stungumálsins er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Vegna síðari líkamsárásarinnar hefur lögregla yfirheyrt þrettán fanga, eða alla þá sem voru í skólastofunni. Unnið er að rannsókn málsins af fullum krafti, en fangarnir þrír sem grunaðir eru um verknaðinn hafa neitað sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.- jss
Pólstjörnumálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira