Viðskipti innlent

DeCode stígur upp af botninum

Kári Stefánsson, forstjóri DeCode.
Kári Stefánsson, forstjóri DeCode. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 17,5 prósent í upphafi viðskiptadagsins á Nasdaq-markaðnum í dag og er það komið úr lægsta gengi. Gengi bréfa í líftæknifyrirtækinu féll í gær, endaði í 40 sentum og hafði aldrei verið lægra. Gengið rauk upp í 56 sent á hlut við bláupphaf viðskiptadagsins, sem jafngildir 40 prósenta hækkun, en jafnaði sig fljótt og stendur nú í 47 sentum á hlut. Það stóð í rúmum 3,6 dölum á hlut um áramótin síðustu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×