Viðskipti innlent

Stjórnendur misstu sjónar á rekstrinum

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, segir nýjan forstjóra Wool­worths verða að einbeita sér að rekstri verslunarinnar.
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, segir nýjan forstjóra Wool­worths verða að einbeita sér að rekstri verslunarinnar.

„Þegar maður kemur inn í Woolworths-verslun hér í London sést fljótt að eitthvað er að. Það vantar vörur í hillurnar. Þá er salan árstíðabundin, er mest um jólin. Allir sjá að þessu þarf að breyta," segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group.

Breska dagblaðið Daily Telegraph sagði í júní að um fjörutíu árum frá dýrðardögum Woolworths væri hún að visna upp og ætti skammt eftir.

Baugur og Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland, sem selur fryst matvæli, gerði fyrir nokkru tilboð í smásöluhluta verslunarinnar. Því var hafnað um síðustu helgina. Næstu skref eru í skoðun, að hans sögn.

Hann bendir á að Baugi hafi tekist vel til með uppstokkun í rekstri verslana, svo sem með bresku verslunina House of Fraser og frystivörukeðjuna Iceland, sem fjölmiðlar höfðu nánast afskrifað. Verslanir Baugs í Bretlandi gangi nú mjög vel þrátt fyrir erfitt árferði í smásölu.

Gunnar segir virðast sem núverandi og fyrrverandi stjórnendur Woolworths hafi misst sjónar á rekstrinum. Sé nauðsynlegt að að nýir stjórnendur komi að versluninni og verði nýr forstjóri að taka á öllu sínu eigi að takast að bæta afkomuna. - jab










Fleiri fréttir

Sjá meira


×