Hamilton: Ég er orðlaus 2. nóvember 2008 20:33 Lewis Hamilton AFP Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni. "Það er ekki hægt að koma þessu í orð," sagði hinn 23 ára Breti eftir keppnina, en hann er yngsti ökumaður til að vinna titilinn í sögu Formúlu 1. "Þetta er búin að vera löng leið og ég er algjörlega orðlaus. Það er frábært að geta skilað þessu í hús eftir allar þær fórnir sem við höfum fært. Þetta var ein erfiðasta keppni mín á ferlinum - ef ekki sú erfiðasta," sagði Hamilton. Hann tók fram úr Timo Glock í síðustu beygjunni í keppninni og náði að stela fimmta sætinu og tryggja sér heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að Massa kæmi fyrstur í mark. "Ég átti ekki orð þegar ég komst fram úr Glock og hugsaði með mér hvort ég væri búinn að ná þessu. Ég var svo alsæll þegar mér var sagt að titillinn væri í höfn. Ég verð að hvíla mig af því hjartað er á síðasta snúningi," sagði Hamilton í samtali við BBC og sendi öllum stuðningsmönnum sínum í Bretlandi kveðju. Felipe Massa var eðlilega skúffaður eftir að úrslitin lágu fyrir en sasgðist stoltur af liðinu þó honum hefði mistekist að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að verða heimsmeistari síðan Ayrton Senna gerði það árið 1991. "Þetta var tilfinningaþrunginn dagur. Keppnin var fullkominn hjá okkur í þessum erfiðu aðstæðum, en það voru auðvitað blendnar tilfinningar í gangi eftir að Hamilton komst fram úr Glock. Við getum verið stoltir af því að vinna keppnina en það munaði bara einu stigi á okkur í lokin. Svona er kappaksturinn og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar á tímabilinu," sagði Brasilíumaðurinn. Formúla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni. "Það er ekki hægt að koma þessu í orð," sagði hinn 23 ára Breti eftir keppnina, en hann er yngsti ökumaður til að vinna titilinn í sögu Formúlu 1. "Þetta er búin að vera löng leið og ég er algjörlega orðlaus. Það er frábært að geta skilað þessu í hús eftir allar þær fórnir sem við höfum fært. Þetta var ein erfiðasta keppni mín á ferlinum - ef ekki sú erfiðasta," sagði Hamilton. Hann tók fram úr Timo Glock í síðustu beygjunni í keppninni og náði að stela fimmta sætinu og tryggja sér heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að Massa kæmi fyrstur í mark. "Ég átti ekki orð þegar ég komst fram úr Glock og hugsaði með mér hvort ég væri búinn að ná þessu. Ég var svo alsæll þegar mér var sagt að titillinn væri í höfn. Ég verð að hvíla mig af því hjartað er á síðasta snúningi," sagði Hamilton í samtali við BBC og sendi öllum stuðningsmönnum sínum í Bretlandi kveðju. Felipe Massa var eðlilega skúffaður eftir að úrslitin lágu fyrir en sasgðist stoltur af liðinu þó honum hefði mistekist að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að verða heimsmeistari síðan Ayrton Senna gerði það árið 1991. "Þetta var tilfinningaþrunginn dagur. Keppnin var fullkominn hjá okkur í þessum erfiðu aðstæðum, en það voru auðvitað blendnar tilfinningar í gangi eftir að Hamilton komst fram úr Glock. Við getum verið stoltir af því að vinna keppnina en það munaði bara einu stigi á okkur í lokin. Svona er kappaksturinn og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar á tímabilinu," sagði Brasilíumaðurinn.
Formúla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira