Skoski ökuþórinn David Coulthard mátti bíta í það súra epli að lenda í árekstri á fyrsta hringnum í Brasilíukappakstrinum sem hófst upp úr klukkan 17.
Coulthard, sem ekur fyrir Red Bull, var þarna að taka þátt í sinni síðustu keppni á löngum ferli. Nico Rosberg ók aftan á bíl Coulthard með þeim afleiðingum að hann snerist á Williams-bíl Nakajima.
Aðstæður í keppninni eru mjög erfiðar þar sem rigning hefur sett svip sinn á baráttuna um titilinn þar sem Felipe Massa og Lewis Hamilton berjast um sigurinn.