Viðskipti innlent

Exista leiðir lækkunarlestina

Rýnt í tölurnar. Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu.
Rýnt í tölurnar. Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu féll um tvö prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag en það er jafnframt mesta lækkun dagsins. Þetta er nokkuð í takt við þróunina á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag.

Gengi annarra félaga hefur lækkað minna. Bréf í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað um 0,7 prósent, í Eimskipafélaginu um 0,69 prósent og í Össuri um 0,68 prósent. Gengi bréfa í Straumi, Bakkavör, Kaupþingi, Marel og Century Aluminum hefur lækkað minna. Engar breytingar eru aðrar í Kauphöllinni og ekkert félag hækkað í verði í dag.

Úrvalsvísitalan hefur þessu samkvæmt lækkað um 0,3 prósent og stendur hún í 4.267 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×