Ísland vildi ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. október 2008 18:38 Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytis. Íslensk stjórnvöld tóku ekki boði um að nýta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa hér upp á síðkastið. Reuters-fréttastofan segir aðstoðarfjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims hafa rætt stöðu Íslands á símafundi á mánudag og hafi Japanir lagt fram tillögu um að bjóða Íslendingum lánalínu vegna vandans. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki viljað óskað eftir aðstoð sjóðsins. "Íslendingar vilja ekki vera þekktir fyrir að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld leituðu frekar eftir hjálp hjá hinum norrænu seðlabönkunum en að leita eftir fjármagni hjá sjóðnum," segir heimildamaður Reuters sem bætir því við að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi þrýst á íslensk stjórnvöld að leita til sjóðsins. Daginn eftir símafundinn, það er í dag, tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórn Landsbankans og leituðu stjórnvöld síðan eftir fjögurra milljarða evra láni frá Rússlandi, að því er Reuters greinir frá. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna á föstudag í síðust viku að ríkisstjórnin myndi mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. "Við erum að vinna að áætlun," sagði Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega." Þá vildi Tryggvi Þór ekki greina frá áætluninni í smáatriðum. "Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar. Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni," sagði hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Íslensk stjórnvöld tóku ekki boði um að nýta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa hér upp á síðkastið. Reuters-fréttastofan segir aðstoðarfjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims hafa rætt stöðu Íslands á símafundi á mánudag og hafi Japanir lagt fram tillögu um að bjóða Íslendingum lánalínu vegna vandans. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki viljað óskað eftir aðstoð sjóðsins. "Íslendingar vilja ekki vera þekktir fyrir að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld leituðu frekar eftir hjálp hjá hinum norrænu seðlabönkunum en að leita eftir fjármagni hjá sjóðnum," segir heimildamaður Reuters sem bætir því við að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi þrýst á íslensk stjórnvöld að leita til sjóðsins. Daginn eftir símafundinn, það er í dag, tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórn Landsbankans og leituðu stjórnvöld síðan eftir fjögurra milljarða evra láni frá Rússlandi, að því er Reuters greinir frá. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna á föstudag í síðust viku að ríkisstjórnin myndi mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. "Við erum að vinna að áætlun," sagði Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega." Þá vildi Tryggvi Þór ekki greina frá áætluninni í smáatriðum. "Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar. Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni," sagði hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira