Innlent

Kalli Bjarni aftur ákærður fyrir fíkniefnabrot

Kalli Bjarni
Kalli Bjarni

Klukkan 10:05 í morgun var í Héraðsdómi Reykjavíkur þingfest ákæra á hendur Karli Bjarna Guðmundssyni Idolstjörnu. Ákæran varðar rúm 64 grömm af amfetamíni sem Karl Bjarni var tekinn með þegar hann dvaldi á Hótel Vík í Síðumúla þann 28. mars síðastliðinn.

Ung kona var með Karli Bjarna þegar hann var tekinn með fíkniefnin en hún er ekki ákærð í málinu.

Fjölmiðlar greindu frá því Karl hefði veitt mótspyrnu þegar lögregla hugðist handtaka hann vegna málsins en ekkert er minnst á það atriði í ákærunni.

Karl Bjarni afplánar nú tveggja ára fangelsisdóm á Kvíabryggju. Dóm sem hann fékk fyrir að reyna að smygla inn tveimur kílóum af kókaíni til landsins.

*Uppfært klukkan 12*

Ekkt fékkst flutningur fyrir Karl Bjarna frá Kvíabryggju til Reykjavíkur í morgun. Þingfestingunni var því frestað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×