Fótbolti

Tottenham skreið í riðlakeppnina

Leikmenn Tottenham fagna því að komast yfir í Póllandi
Leikmenn Tottenham fagna því að komast yfir í Póllandi NordicPhotos/GettyImages

Tottenham hafði heppnina með sér í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við pólska liðið Wisla Krakow á útivelli í síðari leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða.

Tottenham vann fyrri leikinn með naumindum á heimavelli 2-1 og fer því áfram 3-2 og í riðlakeppnina.

Gríðarleg pressa var á liðinu fyrir leikinn enda er liðið á botninum í úrvalsdeldinni og knattspyrnustjórinn Juande Ramos talinn valtur í sessi.

Hann tefldi fram sókndjörfu liði í Póllandi í dag og spilaði 4-4-2 leikkerfi eftir að hafa gjarnan spilað með einn framherja að undanförnu.

Markalaust var í hálfleik en enska liðið komst yfir gegn gangi leiksins á 58. mínútu. Heimamenn pressuðu stíft og áttu fjölda marktækifæra áður en þeir náðu að jafna á 83. mínútu. Gestirnir pökkuðu í vörn eftir það og náðu að komast áfram í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×