Woolworths: Risaeðla í útrýmingarhættu 21. júní 2008 13:00 Leið bresku verslanakeðjunnar Woolworths hefur legið niður á við síðustu sex ár. Verslunin, sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna, fagnar aldarafmæli á næsta ári. Breska dagblaðið Telegraph telur ólíklegt að þau verði mikið fleiri. Telegraph dregur upp dökka mynd af Woolworths í blaðinu í gær. Rifjuð eru upp glæsilegt saga verslunarinnar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Sólin hafi hins vegar tekið að hníga til viðar með stórstígum framförum í verslun í Lundúnum fyrir sex árum. Stjórnendur Woolworths hafi ekki fylgt þróuninni og sé verslunin nú sem risaeðla í útrýmingarhættu í aðalverslunargötu höfuðborgarinnar. Í vikunni var ákveðið að Trevor Bish-Jones, forstjóri verslunarinnar, myndi hverfa úr stólnum fyrir nýjan. Blaðið kennir honum um þróun mála enda vegur verslunarinnar dalað hratt síðan hann tók við fyrir sex árum. Forveri Bish-Jones eigi sömuleiðis hlut að máli, að sögn blaðsins sem telur brotthvarf hans skref í rétta átt þótt það hafi verið fullseint stigið. Afar hörðum orðum er farið um verslunina í blaðinu og hún sögð líkjast eggjaskurn, svo fátæklegt sé vöruúrvalið innandyra. Verslanir Woolworths í Bretlandi eru 800 talsins. Tekjur nema 1,7 milljörðum punda en hagnaður lítill ef enginn. Þá fer tíu prósenta sneið af tekjum til greiðslu leigu, sem Telegraph segir óásættanlegt. Blaðið bendir á að hluthafar stórmarkaðarins hafi tapað nærri 85 prósentum af fjárfestingu sinni á þremur árum. Baugur flaggaði þriggja prósenta hlut í Woolworths í desember árið 2005. Það á nú um tíu prósent í gegnum eignarhaldsfélagið Unity Investments ásamt FL Group og breska fjárfestinum Kevin Stanford. Það hefur lengi þrýst á uppskiptingu verslunarinnar í smásölu og heildsölu með það fyrir augum að bæta afkomu hennar. Þá er þess skemmst að minnast þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi forstjóri Baugs, gagnrýndi stjórnendur Woolworths opinberlega á síðum breska viðskiptablaðsins Financial Times í fyrra fyrir óráðsíu og slælega frammistöðu. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Gengi bréfa í versluninni stóð í um 36 pensum á hlut um það leyti sem Baugur flaggaði þriggja prósenta hlutnum árið 2005. Það þýðir þó ekki að félagið hafi keypt hann á því gengi. Lægst fór það í rétt rúm 30 pens í enda sumars sama ár. Gengið féll um rúm 6,3 prósent í gær og endaði í 8,35 pensum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Leið bresku verslanakeðjunnar Woolworths hefur legið niður á við síðustu sex ár. Verslunin, sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna, fagnar aldarafmæli á næsta ári. Breska dagblaðið Telegraph telur ólíklegt að þau verði mikið fleiri. Telegraph dregur upp dökka mynd af Woolworths í blaðinu í gær. Rifjuð eru upp glæsilegt saga verslunarinnar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Sólin hafi hins vegar tekið að hníga til viðar með stórstígum framförum í verslun í Lundúnum fyrir sex árum. Stjórnendur Woolworths hafi ekki fylgt þróuninni og sé verslunin nú sem risaeðla í útrýmingarhættu í aðalverslunargötu höfuðborgarinnar. Í vikunni var ákveðið að Trevor Bish-Jones, forstjóri verslunarinnar, myndi hverfa úr stólnum fyrir nýjan. Blaðið kennir honum um þróun mála enda vegur verslunarinnar dalað hratt síðan hann tók við fyrir sex árum. Forveri Bish-Jones eigi sömuleiðis hlut að máli, að sögn blaðsins sem telur brotthvarf hans skref í rétta átt þótt það hafi verið fullseint stigið. Afar hörðum orðum er farið um verslunina í blaðinu og hún sögð líkjast eggjaskurn, svo fátæklegt sé vöruúrvalið innandyra. Verslanir Woolworths í Bretlandi eru 800 talsins. Tekjur nema 1,7 milljörðum punda en hagnaður lítill ef enginn. Þá fer tíu prósenta sneið af tekjum til greiðslu leigu, sem Telegraph segir óásættanlegt. Blaðið bendir á að hluthafar stórmarkaðarins hafi tapað nærri 85 prósentum af fjárfestingu sinni á þremur árum. Baugur flaggaði þriggja prósenta hlut í Woolworths í desember árið 2005. Það á nú um tíu prósent í gegnum eignarhaldsfélagið Unity Investments ásamt FL Group og breska fjárfestinum Kevin Stanford. Það hefur lengi þrýst á uppskiptingu verslunarinnar í smásölu og heildsölu með það fyrir augum að bæta afkomu hennar. Þá er þess skemmst að minnast þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi forstjóri Baugs, gagnrýndi stjórnendur Woolworths opinberlega á síðum breska viðskiptablaðsins Financial Times í fyrra fyrir óráðsíu og slælega frammistöðu. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Gengi bréfa í versluninni stóð í um 36 pensum á hlut um það leyti sem Baugur flaggaði þriggja prósenta hlutnum árið 2005. Það þýðir þó ekki að félagið hafi keypt hann á því gengi. Lægst fór það í rétt rúm 30 pens í enda sumars sama ár. Gengið féll um rúm 6,3 prósent í gær og endaði í 8,35 pensum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira