Golf

Woods lék á höggi yfir pari

NordcPhotos/GettyImages

Tiger Woods var nokkuð frá sínu besta á fyrsta hringnum á US Open þegar hann lék á 72 höggum eða höggi yfir pari. Þetta var fyrsti hringur Woods í keppni í tvománuði vegna hnéuppskurðar.

Woods, sem er stigahæsti kylfingur heims, er á höttunum eftir sínum 14. risatitli á ferlinum. Hann er höggi á eftir Phil Michelson og Ástralinn Adam Scott lék á tveimur yfir pari.

"Hnéð er enn dálítið aumt en maður verður að láta sig hafa það," sagði Woods, sem átti það til að gretta sig annað slagið þegar hann sló.

Heimamaðurinn Justin Hicks hefur forystu á mótinu en hann lék á 68 höggum. Rocco Mediate, Stuart Appleby og Eric Axley eru þar einu höggi á eftir og næstir koma þeir Lee Westwood, Robert Karlsson og áhugamaðurinn Rickie Fowler á höggi undir pari eða 70 höggum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×