Enski boltinn

Abramovich setur Real Madrid afarkosti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho fagnar marki með Real Madrid.
Robinho fagnar marki með Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Eftir því sem spænska dagblaðið Marca heldur fram í dag er þolinmæði Roman Abramovich, eiganda Chelsea, senn á þrotum hvað varðar áhuga félagsins á Robinho, leikmanni Real Madrid.

Wagner Ribeiro, umboðsmaður Robinho, lét hafa eftir sér í gær að búið væri að komast að samkomulagi um öll helstu atriði en Marca segir að Real Madrid eigi enn eftir að taka tilboði Chelsea. Það er talið nema 33 milljónum evra.

Abramovich er sagður reiðubúinn að hækka boð sitt í 37 milljónir en það sé lokatilboð hans.

„Annað hvort taka þeir tilboðinu eða þessu máli er lokið," er haft eftir talsmanni Abramovich.






Tengdar fréttir

Robinho: Ég vil fara til Chelsea

Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hefur gefið það út að hann vilji fara frá Real Madrid og ganga til liðs við Chelsea. Enska liðið hefur verið á eftir þessum snjalla leikmanni í allt sumar.

Robinho fer til Chelsea í vikunni

Enska dagblaðið Daily Mail heldur því fram í dag að Chelsea muni ganga frá kaupum á Brasilíumanninum Robinho í þessari viku fyrir 31 milljón punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×