Viðskipti innlent

Enn lækkar DeCode

Kári Stefánsson, forstjóri og stofnandi DeCode.
Kári Stefánsson, forstjóri og stofnandi DeCode. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lækkað um 4,7 prósent frá því hlutabréfamarkaðir opnuðu í Bandaríkjunum í dag. Gengið féll um 11,5 prósent í gær. Gengið stendur nú í 0,86 sent á hlut. Það fór senti neðar fyrr í dag og hefur aldrei verið lægra.

DeCode var skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum árið 2000. Það fór hæst í 28,75 prósent 11. september sama ár en tók þá að lækka jafnt og þétt.

Miðað við gengi bréfa í líftæknifélaginu í dag nemur markaðsverðmæti félagsins 53,15 milljónum dala, jafnvirði 4,1 milljarði íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×