Enski boltinn

Hicks ekki mótfallinn sölu Gillett

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tom Hicks (til vinstri) og George Gillett, eigendur Liverpool.
Tom Hicks (til vinstri) og George Gillett, eigendur Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Tom Hicks er ekki sagður mótfallinn því að George Gillett selji sinn hluta í Liverpool en þeir eiga félagið saman.

Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag sem segja einnig að Gillett hafi undanfarna daga fundað með fulltrúum fjárfestingarfélagsins DIC frá Dubai.

Fyrr í vikunni var greint frá því að DIC hefði boðið 400 milljónir punda í hluti þeirra beggja en að því hafi verið hafnað umsvifalaust. Hicks vildi ekki selja sig úr félaginu og Gillett vildi fá hærra verð.

Hicks segist enn ekki ætla að selja sinn hlut úr félaginu en er sagður tilbúinn til þess að funda með DIC um hugsanlegt samstarf þeirra sem eigendur Liverpool.


Tengdar fréttir

Eigendum Liverpool settir afarkostir

Fjárfestingarfyrirtækið DIC frá Dubai hefur gefið eigendum Liverpool, Tom Hicks og George Gillett, sólarhring til að ganga að tilboði þeirra í klúbbinn.

Gillett á enn í viðræðum við DIC

George Gillett, annar eiganda Liverpool, á enn í viðræðum við fjárfestingarfélagið DIC frá Dubai um sölu á 50 prósenta hlut hans í félaginu.

DIC: Engin tímamörk

Talsmaður fjárfestingarfélagsins DIC frá Dubai hafnaði í dag þeim fregnum að eigendur Liverpool hefðu sólarhring til að svara tilboði félagsins í Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×