Viðskipti innlent

Býst við gjaldþroti íslenskra banka

Davis Karsbøl yfirmaður greiningardeildar Saxo bankans segir á fréttavef Børsen að líkur á því að Kaupþing verði gjaldþrota hafi aldrei verið meiri. Hann telur að komandi ár eftir að reynast íslensku bönkunum erfitt og segist ekki verða undrandi ef einn eða tveir stóru íslensku bankanna verði gjaldþrota fyrir árslok. Kaupþing sé þar líklegastur þar sem hann hafi orðið verst úti með tilliti til skuldatryggingarálags bankans sem hafi aldrei verið hærra.

Skuldatryggingarálag Kaupþings er nú rúm sex prósent, eða 620 punktar. Á fréttavef Børsen segir að skuldatryggingarálag Nordea bankans sé til samanburðar undir 100 punktum og álagið hjá íslensku bönkunum sé hærra en hjá flestum öðrum bönkum á alheimsmarkaði.

Skuldatryggingarálag er talið einn besti mælikvarði á markaðskjör banka á alþjóðamarkaði. Það mælir kostnað fjárfesta á tryggingu fyrir því að útgefandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Þá telur Karsbøl að íslenska krónan muni falla þar sem tiltrú fólks á íslenska viðskiptamótdelið vanti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×