Innlent

Ráðherra stöðvar loðnuveiðar

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, hefur ákveðið að fara að tillögu Hafrannsóknarstofnunar og stöðva loðnuveiðar á hádegi á morgun. Í samtali við Vísi sagði ráðherrann að áfram verði fylgst grannt með á miðunum og að möguleiki sé á því að veiðar geti hafist að nýju verði breyting á aðstæðum.

Aðeins hefur tekist að veiða um 40 þúsund tonn af þeim 250 þúsund tonnum sem íslenskum skipum var heimilt að veiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×