Innlent

Enn stærra álver á Bakka hugnast Ingibjörgu ekki

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Alcoa um enn stærra álver á Bakka sem kynntar voru fyrir helgi hugnist sér ekki. ,,Þetta slær mig ekki vel."

Í hugmyndum Alcoa er gert ráð fyrir að fyrirhugað álver geti orðið mun stærra en áður var gert ráð fyrir eða með framleiðslugetu allt frá 250 þúsund tonnum til 346 þúsund tonna á ári. Náttuverndarsamtök Íslands segja Aloca fara fram á nýja virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun og miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi telja samtökin að þetta þýði að virkja þurfi Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði.

,,Ég tel mikilvægt að menn séu ekki að gæla við það að geta farið í einhverjar viðkvæmar vatnsaflsvirkjanir á Norðurlandi. Að mínu mati á að friða Jökuslá á Fjöllum og gera hana að hluta af Vatnajökulsþjóðgarði," segir Ingibjörg. Jafnframt telur hún að seint muni nást sátt um virkjun Skjálfandafljóts.

Ingibjörg telur að forsvarsmenn Alcoa eigi að halda sig við upphafleg áform í stað þess að reyna að stækka fyrirhugað álver.








Tengdar fréttir

Alcoa skoðar stærra álver á Bakka

Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn.

Ný virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun

Náttuverndarsamtök Íslands segja að Aloca fari fram á nýja virkun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki til að vinna eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×