Guðlastari ritar um guðsmann 6. nóvember 2008 04:30 Úlfur Þormóðsson „Er það ekki hæfilegt? Svo má finna þess merki í gömlum frásögnum að kirkjunni þótti sumt í Passíusálmum jaðra við guðlast," segir Úlfar Þormóðsson rithöfundur sem sent hefur frá sér sögulega skáldsögu um sjálfan séra Hallgrím Pétursson. Án þess að farið sé nánar út í það var Úlfar, þá ritstjóri spaugblaðsins Spegilsins, dæmdur fyrir guðlast. Spegillinn var gerður upptækur að beiðni ríkislögreglustjóra. Hallgrímur er hins vegar eitt af stóru nöfnunum í kirkjusögunni, og reyndar menningarsögunni allri, en Úlfar segir þó engan hafa fett fingur út í að hann sé að fjalla um Hallgrím. „Þetta eru nú bara tveir Skagfirðingar að tala saman," segir Úlfar. Og skýtur ekki loku fyrir að þeir séu skyldir. „Hann átti langalangafa sem var kaþólskur prestur og átti fimmtíu börn auk lausaleiksbarna. Við náum saman þar." Bók Úlfars um Hallgrím er nýlega komin út og hafa viðbrögð þeirra sem hafa lesið verið afar góð að sögn Úlfars. Svo góð að hann er nánast feiminn. Myndin sem dregin er upp af Hallgrími er sú að hann hafi verið holdlegur og breyskur maður. Úlfar hefur ekki fengið viðbrögð frá kirkjunnar mönnum. Ekki enn. „Kirkjan er yfirleitt svifasein. Þeir voru með kirkjuþing, ætluðu sér að gera eitthvað voðalega mikið en svo heyrist ekkert í þeim. Þeir eiga líklega eftir að lesa þetta blessaðir mennirnir. Þeir eru sæmilega launaðir og ættu að hafa efni á að kaupa bókina. Ef þeir eru ekki mjög fastir á fé, nema þeir hafi tapað því í ofursjóðum," segir Úlfar. Sem telur reyndar að kirkjan ætti að þakka sér að frelsa Hallgrím úr ofurþögn guðshúsanna - þar sem hann á ekki heima. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Er það ekki hæfilegt? Svo má finna þess merki í gömlum frásögnum að kirkjunni þótti sumt í Passíusálmum jaðra við guðlast," segir Úlfar Þormóðsson rithöfundur sem sent hefur frá sér sögulega skáldsögu um sjálfan séra Hallgrím Pétursson. Án þess að farið sé nánar út í það var Úlfar, þá ritstjóri spaugblaðsins Spegilsins, dæmdur fyrir guðlast. Spegillinn var gerður upptækur að beiðni ríkislögreglustjóra. Hallgrímur er hins vegar eitt af stóru nöfnunum í kirkjusögunni, og reyndar menningarsögunni allri, en Úlfar segir þó engan hafa fett fingur út í að hann sé að fjalla um Hallgrím. „Þetta eru nú bara tveir Skagfirðingar að tala saman," segir Úlfar. Og skýtur ekki loku fyrir að þeir séu skyldir. „Hann átti langalangafa sem var kaþólskur prestur og átti fimmtíu börn auk lausaleiksbarna. Við náum saman þar." Bók Úlfars um Hallgrím er nýlega komin út og hafa viðbrögð þeirra sem hafa lesið verið afar góð að sögn Úlfars. Svo góð að hann er nánast feiminn. Myndin sem dregin er upp af Hallgrími er sú að hann hafi verið holdlegur og breyskur maður. Úlfar hefur ekki fengið viðbrögð frá kirkjunnar mönnum. Ekki enn. „Kirkjan er yfirleitt svifasein. Þeir voru með kirkjuþing, ætluðu sér að gera eitthvað voðalega mikið en svo heyrist ekkert í þeim. Þeir eiga líklega eftir að lesa þetta blessaðir mennirnir. Þeir eru sæmilega launaðir og ættu að hafa efni á að kaupa bókina. Ef þeir eru ekki mjög fastir á fé, nema þeir hafi tapað því í ofursjóðum," segir Úlfar. Sem telur reyndar að kirkjan ætti að þakka sér að frelsa Hallgrím úr ofurþögn guðshúsanna - þar sem hann á ekki heima.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira