Innlent

Ríkið skuldar 45 milljónir fyrir rekstur björgunarskipa

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Ríkisvaldið skuldar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg 45 milljónir fyrir rekstur á 14 björgunarskipum. Frekari dráttur á greiðslum mun hafa alvarlegar afleiðingar og hugsanlega leiða til rekstrarstöðvunar skipanna.

Árið 2005 ákvað Alþingi að veita 15 milljónum til slysavarnarfélagsins Landsbjargar svo hægt væri að fjölga björgunarskipum félagsins. Sama ár var gerður nýr samningur á milli ríkisins og félagsins um rekstur skipanna og hækkaði fjárframlagið um 15 milljónir.

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að hækkunin sem var samið um fyrir þremur árum hafi ekki skilað sér. Hann telur að sennilega hafi verið gerð mistök í fjárlagagerðinni á milli ráðuneyta þar sem um sömu upphæðir sé að ræða.

Upphæðin sem vantar upp á er í dag 45 milljónir fyrir þrjú ár. ,,Þetta kemur sig mjög illa fyrir félag eins og okkur því þetta eru mjög stórar upphæðir. Við rekum félagið á núlli og á meðan við erum með 45 milljónir útistandandi í okkar rekstri er það náttúrulega á yfirdrætti."

Kristinn segist hafa heyra að til stæði að greiða félaginu 30 milljónir í næstu fjáraukalögum og restina af upphæðinni á fjárlögum næsta árs. Þetta hafi þó verið fyrir fall bankanna og því sé óvíst hvað komi út úr fjárauklögunum sem nú er unnið að.

Kristinn er þó vongóður að ríkið komi til móts við félagið og standi við samninginn frá árinu 2005. Dráttur á greiðslum gæti haft alvarlegar afleiðingar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×