Talsmaður íraskra stjórnvalda segir að landið þurfi ekki frekari efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum.
Í bandarískri þingskýrslu í síðasta mánuði var skýrt frá því að bandarískir skattgreiðendur hafi borgað um 4500 milljarða króna til uppbyggingar í Írak frá innrásinni árið 2003.
Það var gagnrýnt að írakar notuðu lítið af sívaxandi olíutekjum sínum til þess að byggja upp innviði landsins. Írak á þriðju mestu olíubirgðir sem vitað er um í jörðu.
Talsmaður ríkisstjórnar Íraks sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að það sem landið þyrfti nú á að halda væri tæknileg aðstoð á ýmsum sviðum.
Ekki síst við að koma opinberri stjórnsýslu í nútímalegt horf. Þá geti Írakar verið sjálfum sér nógir.