KSÍ gefur út bækling á fjórum tungumálum 3. júní 2008 15:38 Mynd/Heimasíða KSÍ Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Knattspyrnusamband Íslands, Alþjóðahús og Landsbankinn hafa unnið að því í sameiningu síðastliðið ár að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í knattspyrnu á Íslandi. Fyrsti ávöxtur af samstarfinu er ný útgáfa af foreldrabæklingi KSÍ sem þýddur hefur verið á þrjú tungumál - ensku, pólsku og spænsku - til að ná til fleiri innflytjenda. Það er von þeirra sem að bæklingnum standa að útgáfa hans verði til þess að kveikja áhuga barna af erlendum uppruna á því að stunda knattspyrnu og auðvelda foreldrum þeirra aðgang að foreldrastarfi félaganna. Foreldrabæklingurinn kom fyrst út á íslensku árið 2006. Nýja bæklingnum verður dreift til allra aðildarfélaga KSÍ og jafnframt á námskeiðum KSÍ næstu árin. Alþjóðahús kom að verkefninu með fagþekkingu sinni og annaðist þýðingu textans á tungumálin þrjú. Landsbankinn er bakhjarl verkefnisins og hefur kostað útgáfu foreldrabæklingsins ásamt KSÍ. Skipulögð fræðsla um land alltFræðsludeild KSÍ og Alþjóðahús hafa átt nána samvinnu um að þróa námsefni um þjálfun barna og ungmenna af erlendum uppruna til að nota á fjölmörgum námskeiðum KSÍ með þjálfurum og leiðbeinendum. Næsta skref í samstarfinu verður að skipuleggja fræðslu um land allt sem miðast að því að fjölga börnum af erlendum uppruna í knattspyrnunni. Landsbankinn mun áfram styrkja þetta verkefni. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ:"KSÍ leggur mikla áherslu á það í sínu starfi að fótbolti sé fyrir alla. Það er von okkar að útgáfa bæklingsins stuðli að því að börnum innflytjenda fjölgi í knatttpyrnunni hér á landi og auki þátttöku foreldra þeirra í starfi aðildarfélaganna. Grasrótarstarf KSÍ er mjög öflugt og útgáfa foreldrabæklingsins er mikilvægur liður í því starfi. Við þökkum Alþjóðahúsi og Landsbankanum fyrir gott samstarf og vonumst til að bæklingurinn komi að góðum notum innan knattspyrnuhreyfingarinnar." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss:"Alþjóðahúsið leggur áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar aðlögunar. Þar getur hvers kyns íþrótta- og tómstundastarf skipt sköpum fyrir íbúa og skapað dýrmæt vina- og félagstengsl. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein landsins og heimsins alls og má því segja að þar finnum við vettvang, sem er án landamæra. Það er von okkar að þátttaka barna af erlendum uppruna aukist í knattspyrnufélögum landsins. Alþjóðahúsið þakkar fyrir samstarfið við Landsbankann og KSÍ." Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri Landsbankans„Við hjá Landsbankanum erum mjög stolt af aðkomu bankans að verkefninu. Bankinn er bakhjarl bæði KSÍ og Alþjóðahúss og sáum við tækifæri í því að styrkja verkefni sem væri hagsmunamál allra. Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á barna- og unglingastarf í stuðningi sínum við KSÍ og íslenska knattspyrnu og málefni innflytjenda í stuðningi við Alþjóðahús. Verkefnið sameinar þetta tvennt á snjallan hátt. Samstarfið við Alþjóðahús og KSÍ hefur verið mjög gott og það er okkur sönn ánægja að halda því áfram." Af vef KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Knattspyrnusamband Íslands, Alþjóðahús og Landsbankinn hafa unnið að því í sameiningu síðastliðið ár að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í knattspyrnu á Íslandi. Fyrsti ávöxtur af samstarfinu er ný útgáfa af foreldrabæklingi KSÍ sem þýddur hefur verið á þrjú tungumál - ensku, pólsku og spænsku - til að ná til fleiri innflytjenda. Það er von þeirra sem að bæklingnum standa að útgáfa hans verði til þess að kveikja áhuga barna af erlendum uppruna á því að stunda knattspyrnu og auðvelda foreldrum þeirra aðgang að foreldrastarfi félaganna. Foreldrabæklingurinn kom fyrst út á íslensku árið 2006. Nýja bæklingnum verður dreift til allra aðildarfélaga KSÍ og jafnframt á námskeiðum KSÍ næstu árin. Alþjóðahús kom að verkefninu með fagþekkingu sinni og annaðist þýðingu textans á tungumálin þrjú. Landsbankinn er bakhjarl verkefnisins og hefur kostað útgáfu foreldrabæklingsins ásamt KSÍ. Skipulögð fræðsla um land alltFræðsludeild KSÍ og Alþjóðahús hafa átt nána samvinnu um að þróa námsefni um þjálfun barna og ungmenna af erlendum uppruna til að nota á fjölmörgum námskeiðum KSÍ með þjálfurum og leiðbeinendum. Næsta skref í samstarfinu verður að skipuleggja fræðslu um land allt sem miðast að því að fjölga börnum af erlendum uppruna í knattspyrnunni. Landsbankinn mun áfram styrkja þetta verkefni. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ:"KSÍ leggur mikla áherslu á það í sínu starfi að fótbolti sé fyrir alla. Það er von okkar að útgáfa bæklingsins stuðli að því að börnum innflytjenda fjölgi í knatttpyrnunni hér á landi og auki þátttöku foreldra þeirra í starfi aðildarfélaganna. Grasrótarstarf KSÍ er mjög öflugt og útgáfa foreldrabæklingsins er mikilvægur liður í því starfi. Við þökkum Alþjóðahúsi og Landsbankanum fyrir gott samstarf og vonumst til að bæklingurinn komi að góðum notum innan knattspyrnuhreyfingarinnar." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss:"Alþjóðahúsið leggur áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar aðlögunar. Þar getur hvers kyns íþrótta- og tómstundastarf skipt sköpum fyrir íbúa og skapað dýrmæt vina- og félagstengsl. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein landsins og heimsins alls og má því segja að þar finnum við vettvang, sem er án landamæra. Það er von okkar að þátttaka barna af erlendum uppruna aukist í knattspyrnufélögum landsins. Alþjóðahúsið þakkar fyrir samstarfið við Landsbankann og KSÍ." Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri Landsbankans„Við hjá Landsbankanum erum mjög stolt af aðkomu bankans að verkefninu. Bankinn er bakhjarl bæði KSÍ og Alþjóðahúss og sáum við tækifæri í því að styrkja verkefni sem væri hagsmunamál allra. Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á barna- og unglingastarf í stuðningi sínum við KSÍ og íslenska knattspyrnu og málefni innflytjenda í stuðningi við Alþjóðahús. Verkefnið sameinar þetta tvennt á snjallan hátt. Samstarfið við Alþjóðahús og KSÍ hefur verið mjög gott og það er okkur sönn ánægja að halda því áfram." Af vef KSÍ
Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira