Viðskipti innlent

Færeyjabanki hækkar í Kauphöllinni

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON. Sparisjóðurinn hækkaði mest í byrjun dags áður en Færeyjabanki tók það yfir.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON. Sparisjóðurinn hækkaði mest í byrjun dags áður en Færeyjabanki tók það yfir. Mynd/Teitur

SPRON leiddi hæga hækkun á hlutabréfum í Kauphöll Íslands í byrjun dags. SPRON, sem hafði hækkað um 0,9 prósent, hélt toppsætinu í nokkrar mínútur áður en Færeyjabanki tók það yfir með stökki upp á 2,07 prósent. Úrvalsvísitalan seig lítillega nokkrum mínútum síðar.

Á eftir Færeyjabanka fylgir nú Atorka, FL Group, SPRON, Exista og Landsbankinn en öll hafa þau hækkað um tæp prósent.

Kaupþing, Straumur og Bakkavör hafa hins vegar lækkað lítillega á sama tíma.

Úrvalsvísitalan hefur þessu samkvæmt lækkað um 0,11 prósent og stendur vísitalan í 5.239 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×