Körfubolti

Kitlar að taka við Njarðvík

Valur Ingimundarson
Valur Ingimundarson

Valur Ingimundarson er inni í myndinni hjá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur um að gerast næsti þjálfari liðsins. Í samtali við Vísi sagði Valur að hugmyndin um að taka við Njarðvík hafi kitlað sig nokkuð þegar hún kom upp á borðið.

Fréttavefurinn karfan.is greindi frá því í gærkvöld að Valur hefði átt í viðræðum við Njarðvíkinga, en þar er hann öllum hnútum kunnugur eins og flestir vita.

Valur hefur verið í fríi frá körfuboltanum í fyrsta skipti á ferlinum eftir að hann lét af störfum sem þjálfari Skallagríms.

"Þetta var mjög þægilegur tími, en ég útilokaði ekki að koma aftur. Það kitlar mig dálítið að taka við Njarðvík en það á bara eftir að koma í ljós á næstu dögum. Það verður áskorun fyrir hvaða þjálfara sem það verður að taka við Njarðvík," sagði Valur í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×