Viðskipti innlent

Höfum séð sömu hluti gerast erlendis segir Lárus Welding

Lárus Welding bankastjóri Glitnis segir í tilkynningu frá bankanum að menn hafí séð sömu hluti gerast erlendis og nú eru að gerast með kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum.

,,Stjórn og stjórnendur bankans hafa unnið ötullega að fjármögnun bankans í ölduróti undanfarinna mánaða, en staðan versnaði til muna allra síðustu daga. Þessi innkoma ríkisins styrkir eiginfjárstöðu bankans mjög og tekur af allan vafa um fjárhagslega stöðu Glitnis, „ segir Lárus Welding bankastjóri Glitnis í tilkynningu frá bankanum. „ Við höfum séð sambærilegar aðgerðir í löndunum í kringum okkur sem endurspeglar vel þá erfiðu stöðu sem ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þessi aðgerð hefur því miður neikvæð áhrif á núverandi hluthafa en er nauðsynleg til lengri tíma litið."

Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis segir að hann hafi lagt áherslu á að auka hagræði í rekstri bankans. „Mér þykir mjög miður að við skyldum ekki komast með öðrum hætti í gegnum þennan krappa sjó eins og lagt var upp með. Þessi niðurstaða tryggir þó framtíð bankans og hagsmuni viðskiptavina og starfsfólks. Það er mér mjög mikilvægt. Okkar fólk hefur unnið mjög gott starf við gríðarlega erfiðar aðstæður," segir Þorsteinn Már.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×