Formaður KSÍ segir Degi hafa verið fullkunnugt um framúrkeyrslu 26. mars 2008 11:36 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segist ekki geta setið undir þeim fullyrðingum Dags B. Eggertssonar að honum hafi verið ókunnugt um það, þar til fyrir skömmu, að kostnaður vegna framkvæmda við Laugadalsvöll hafi farið fram áætlun. Þetta kemur fram í bréfi sem Geir sendi Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra fyrir páska og Vísir hefur undir höndum. Dagur átti sæti í nefnd um framkvæmdir við Laugadalsvöll, sem fulltrúi KSÍ veitti forystu. Upphaflegar áætlanir um verkið sem gerðar voru í júlí 2005 hljóðuðu upp á 1.068 milljónir króna. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum fóru framkvæmdir hundruðum milljóna fram úr áætlun. Dagur sagðist í byrjun marsmánaðar ekki bera ábyrgð á þessari framúrkeyrslu. Byggingarnefndin sem hann hafi setið í hafi aðeins komið tvisvar sinnum saman og síðan hafi formaður nefndarinnar hætt að boða fundi. „Undir þessum fullyrðingum verður ekki setið. Dagur B Eggertsson sat báða fundi byggingarnefndarinnar en á þeim fundum voru teknar afdrifaríkustu ákvarðanir verksins sem réðu mestu um þann kostnað sem á það féll, þ.e.a.s. samingur KSÍ við Ístak. Á hvorugum fundinum mótmælti Dagur samningnum við Ístak eða taldi þörf á að sækja frekari hemildir til borgarráðs," segir í bréfi. Þá segir Geir að á fundi nefndarinnar í apríl 2006, sem Dagur hafi setið, hafi undirritaður samningur við Ístak verið lagður fram. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við samningsupphæðina, 986,2 milljónir króna, en sú upphæð sé 207 milljónum krónum hærri en upphafleg áætlun, frá júlí 2005, hafi gert ráð fyrir. Dagur hafi óskað eftir að fá sendan lista yfir þá kostnaðarliði sem hefðu lækkað frá upphaflegu tilboði Ístaks, úr 1.155 milljónum króna í 986 milljónir króna. Það hafi verið gert.Öllum nefndarmönnum kunnugt um framúrkeyrslu „Öllum nefndarmönnum mátti því vera kunnugt um þessa breytingu frá upphaflegri áætlun upp á 207,2 milljónir króna. Hvernig getur Dagur B Eggertsson fullyrt nú á opinberum vettvangi að 3. apríl 2006 hafi verkið verið á áætlun þegar samið hafði verið við Ístak um verkþátt upp á 986,2 milljónir króna sem upphaflega áætlunin gerði ráð fyrir að hljóðaði upp á 779 milljónir króna? Við því höfum við ekki svar en okkur er hins vegar kunnugt um að embættismenn borgarinnar höfðu í höndunum eigi síðar en 21. mars 2006 endurskoðaða áætlun sem tók mið af samningi Ístaks," segir í bréfinu. Geir segir að í fundargerð byggingarnefndar frá apríl 2006 sé fjallað um samninginn við Ístak og gang framkvæmda og þar segi „Framkvæmdir ganga skv. áætlun en miðað er við að hægt verði að nota stúkuna fyrir áhorfendur frá og með 20. ágúst 2006 og að framkvæmdum verði að fullu lokið 1. des 2006." Af þessari tilvitnun megi ljóst vera að þarna hafi verið fjallað um tímaramma og ekkert annað. Þá biður Geir Reykjavíkurborg afsökunar á því, fyrir hönd KSÍ, að ekki skyldu hafa verið haldnir fleiri fundir í byggingarnefndinni. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segist ekki geta setið undir þeim fullyrðingum Dags B. Eggertssonar að honum hafi verið ókunnugt um það, þar til fyrir skömmu, að kostnaður vegna framkvæmda við Laugadalsvöll hafi farið fram áætlun. Þetta kemur fram í bréfi sem Geir sendi Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra fyrir páska og Vísir hefur undir höndum. Dagur átti sæti í nefnd um framkvæmdir við Laugadalsvöll, sem fulltrúi KSÍ veitti forystu. Upphaflegar áætlanir um verkið sem gerðar voru í júlí 2005 hljóðuðu upp á 1.068 milljónir króna. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum fóru framkvæmdir hundruðum milljóna fram úr áætlun. Dagur sagðist í byrjun marsmánaðar ekki bera ábyrgð á þessari framúrkeyrslu. Byggingarnefndin sem hann hafi setið í hafi aðeins komið tvisvar sinnum saman og síðan hafi formaður nefndarinnar hætt að boða fundi. „Undir þessum fullyrðingum verður ekki setið. Dagur B Eggertsson sat báða fundi byggingarnefndarinnar en á þeim fundum voru teknar afdrifaríkustu ákvarðanir verksins sem réðu mestu um þann kostnað sem á það féll, þ.e.a.s. samingur KSÍ við Ístak. Á hvorugum fundinum mótmælti Dagur samningnum við Ístak eða taldi þörf á að sækja frekari hemildir til borgarráðs," segir í bréfi. Þá segir Geir að á fundi nefndarinnar í apríl 2006, sem Dagur hafi setið, hafi undirritaður samningur við Ístak verið lagður fram. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við samningsupphæðina, 986,2 milljónir króna, en sú upphæð sé 207 milljónum krónum hærri en upphafleg áætlun, frá júlí 2005, hafi gert ráð fyrir. Dagur hafi óskað eftir að fá sendan lista yfir þá kostnaðarliði sem hefðu lækkað frá upphaflegu tilboði Ístaks, úr 1.155 milljónum króna í 986 milljónir króna. Það hafi verið gert.Öllum nefndarmönnum kunnugt um framúrkeyrslu „Öllum nefndarmönnum mátti því vera kunnugt um þessa breytingu frá upphaflegri áætlun upp á 207,2 milljónir króna. Hvernig getur Dagur B Eggertsson fullyrt nú á opinberum vettvangi að 3. apríl 2006 hafi verkið verið á áætlun þegar samið hafði verið við Ístak um verkþátt upp á 986,2 milljónir króna sem upphaflega áætlunin gerði ráð fyrir að hljóðaði upp á 779 milljónir króna? Við því höfum við ekki svar en okkur er hins vegar kunnugt um að embættismenn borgarinnar höfðu í höndunum eigi síðar en 21. mars 2006 endurskoðaða áætlun sem tók mið af samningi Ístaks," segir í bréfinu. Geir segir að í fundargerð byggingarnefndar frá apríl 2006 sé fjallað um samninginn við Ístak og gang framkvæmda og þar segi „Framkvæmdir ganga skv. áætlun en miðað er við að hægt verði að nota stúkuna fyrir áhorfendur frá og með 20. ágúst 2006 og að framkvæmdum verði að fullu lokið 1. des 2006." Af þessari tilvitnun megi ljóst vera að þarna hafi verið fjallað um tímaramma og ekkert annað. Þá biður Geir Reykjavíkurborg afsökunar á því, fyrir hönd KSÍ, að ekki skyldu hafa verið haldnir fleiri fundir í byggingarnefndinni.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira